Sund
Fór í sund í dag eins og flesta daga ársins. Finnst gott að vera í sundi um páskana, þá eru svo fáir í laugunum. Svo fáir? Nei, ekki árið 2009. Árbæjarlaug var full, það var svo margt fólk. Öðruvísi mér áður brá. Þá var ég svo til ein, nokkrir Pólverjar og Lettar. Örfáir Íslendingar. Í fyrra voru nokkrir Íslendingar á skírdag, engir á föstudaginn langa. Árið 2007 var ég þaulsetin í Árbæjarlaug, sérstaklega um páskana. Þá skrifaði ég nefnilega mastersritgerð. Það fór svoleiðis fram að ég vaknaði og fékk mér te, settist við tölvuna og stundi. Fór í laugina og samdi ritgerðina, gera svona, skrifa hitt, tengja þetta. Það small allt. Svo fór ég heim. Fékk mér te, settist við tölvuna og stundi. Saknaði laugarinnar. Ég hef nokkuð góða þekkingu á því hve fáir Íslendingar voru í laugunum síðastliðin ár.
Í dag sat ég í Víti og naut þess. Tveir menn voru í pottinum, ég hlustaði á þá með öðru eyranu. Greip svo inn í samtalið. Það var ekki fyrr en ég var farin að tala við þá sem ég áttaði mig á því að þeir væru danskir. Eftir smá stund spurðu þeir hvort ég væri dönsk. Nei, hvaðan eruð þið? Auðvitað voru þeir frá Norður Jótlandi, ætli það sé ekki eina talaða danskan sem ég skil reglulega vel.
Nú er Sigmundur að laga glugga í stofunni. Það hefur stundum ýrst vatn inn (gerist í aftakaveðrum af suðaustan). Nú er skipt um lista, þéttikanta og eitthvað fleira. Mér var of kalt til að standa úti og hjálpa. Búin að sópa stéttina, týna allt lauslegt úr garðinum, horfa á laukana. Stara á runnana, vona að þeir taki það til sín og laufgist ekki of fljótt. Pæli í hvað ég ætti að setja í garðinn. Á ég að fá mér bláber? Ef ég geri það get ég sett niður lyngrós :) Nú ætti að snjóa í nokkra daga svo ég gleymi mér ekki í pælingum.
Í dag sat ég í Víti og naut þess. Tveir menn voru í pottinum, ég hlustaði á þá með öðru eyranu. Greip svo inn í samtalið. Það var ekki fyrr en ég var farin að tala við þá sem ég áttaði mig á því að þeir væru danskir. Eftir smá stund spurðu þeir hvort ég væri dönsk. Nei, hvaðan eruð þið? Auðvitað voru þeir frá Norður Jótlandi, ætli það sé ekki eina talaða danskan sem ég skil reglulega vel.
Nú er Sigmundur að laga glugga í stofunni. Það hefur stundum ýrst vatn inn (gerist í aftakaveðrum af suðaustan). Nú er skipt um lista, þéttikanta og eitthvað fleira. Mér var of kalt til að standa úti og hjálpa. Búin að sópa stéttina, týna allt lauslegt úr garðinum, horfa á laukana. Stara á runnana, vona að þeir taki það til sín og laufgist ekki of fljótt. Pæli í hvað ég ætti að setja í garðinn. Á ég að fá mér bláber? Ef ég geri það get ég sett niður lyngrós :) Nú ætti að snjóa í nokkra daga svo ég gleymi mér ekki í pælingum.
1 Comments:
This comment has been removed by a blog administrator.
Post a Comment
<< Home