Hjólað í vinnuna
Næstu daga hef ég hugsað mér að aka, hjóla, ganga í vinnuna (akandi, hjólandi, gangandi, skríðandi). Vona að ég skríði aldrei, hugsa að ég hökti öðru hvoru.
Fer að vísu ekki alla leið, er ekki svo brött að ég sjái fyrir mér að ég gangi 2x35 km á dag.
Sem sagt, þeir sem hafa ekki skilið það, ég ætla að taka þátt í ,,hjólað í vinnuna". Það má ganga og synda auk þess að hjóla. Ég læt sjósund eiga sig, reyni allar aðrar leiðir.
Við erum búin að koma garðhúsgögnunum í lag eftir veturinn, þrífa, bera á og herða skrúfur. Grillið er komið á stéttina. Hvað segir maður þá? Koma sumar, já, koma! Ef ég trúi Jóa þá er sumarið komið í Skagafirðinum, gott ef það er ekki komið haust. Þar líður tíminn svo mikið hraðar en annars staðar og árstíðirnar eru ekki eins fljótandi og á Suðurlandi.
Fer að vísu ekki alla leið, er ekki svo brött að ég sjái fyrir mér að ég gangi 2x35 km á dag.
Sem sagt, þeir sem hafa ekki skilið það, ég ætla að taka þátt í ,,hjólað í vinnuna". Það má ganga og synda auk þess að hjóla. Ég læt sjósund eiga sig, reyni allar aðrar leiðir.
Við erum búin að koma garðhúsgögnunum í lag eftir veturinn, þrífa, bera á og herða skrúfur. Grillið er komið á stéttina. Hvað segir maður þá? Koma sumar, já, koma! Ef ég trúi Jóa þá er sumarið komið í Skagafirðinum, gott ef það er ekki komið haust. Þar líður tíminn svo mikið hraðar en annars staðar og árstíðirnar eru ekki eins fljótandi og á Suðurlandi.
2 Comments:
Ekki ætlar þú að hjóla alla leið heldur?
Hæ,
nei ég hjóla ýmist frá mislægu gatnamótunum við Vatnsleysu eða Kálfatjörn. Fer eftir veðri. Veit ekki hvort ég hjóla nokkuð á leiðinni heim í dag, það er svo hvasst af norðan.
Post a Comment
<< Home