My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Monday, June 14, 2010

Mót niðja Pálínu og Einars

Það kemur nú ekki til af góðu að ég blogga eftir að hafa verið löt í ár.
Meinið er að ég kann betur að setja ýmislegt inn á blogg en snjáldursíðu. Til dæmis gengur mér bærilega að setja hlekki inn á snjáldrið en verr að finna fjöldapóst. Svo, til að fara milliveg á meðan ég finn fjöldapóstinn þá set ég inn á bloggið.

Ættarmót afkomenda Einars og Pálínu í Einholti
Haldið að Þingborg í Árnessýslu dagana 25.- 27. júní 2010.
Hægt að vera með tjöld og húsbíla, einnig er aðstaða fyrir svefnpokapláss inni í húsinu, þar er einnig ágætis eldhús.
Fólk getur komið á svæðið fljótlega upp úr hádegi á föstudeginum, og farið síðdegis á sunnudag.
Veitingar :
Það verður kaffi á könnunni.
Að öðru leyti sjá gestir sér sjálfir fyrir nesti, hægt er að grilla úti, og einnig elda inni í eldhúsi, fer eftir veðri. Dagskrá er ekki í mjög föstum skorðum, þó er stefnt að því að hafa leiki fyrir börnin síðdegis á laugardeginum, og við munum leggja á borð inni fyrir hópinn, svo hægt verði að matast sameiginlega, þó hver fjölskylda eldi fyrir sig.
Páll Skaftason hefur góð orð um að taka með sér gítar- og söngraddir verða áreiðanlega til staðar.
Einnig fá okkur morgunkaffi/hádegisverð í sameiningu á sunnudeginum.
Takið með ykkur sundfötin, það er hægt að fara í heitan pott á staðnum ef vilji er fyrir hendi til þess.

VERÐ : 1.000 – 2.000 kr., fer eftir þátttöku, en húsaleigan er sú sama, óháð fjölda sem kemur (þess vegna skulum við endilega fjölmenna)J

Upplýsingar : Inga Vigf. s. 895 6126, Margrét Unnur s. 898 9549

0 Comments:

Post a Comment

<< Home