My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Monday, July 04, 2011

Stuð og stefna

Er að festa aðgangsorðið í minni. Skelfing þegar mér lánast að gleyma orðum og talnaröðum. Málið er að ég gleymi einnig aðgangsorðinu að tölvupóstinum mínum svo ég kemst einungis í hann með höppum og glöppum.

Stefna -
Öðru hvoru taka fjölmiðlar upp þráð um umhverfi, garða og gróður. Yfirleitt er þá rætt við formann húseigendafélagsins (ég er félagsmaður þar). Hann talar um aspir, aspastríð eftir nokkur ár þegar þær sprengja sig út rétt áður en þær deyja. Ég held að formaðurinn eigi að halda sig við sinn leist sem er lögfræði. Í það minnsta ætti hann að hugsa víðar.
Það eru mörg tré önnur en aspir sem verða gríðarstór með öflugri rót. Það eru mörg tré önnur en aspir sem eiga heima annars staðar en á þröngum lóðum húsa. Rótarkerfi er í samræmi við krónu. Aspir ráðast ekki á lagnir og grunna. Aspir, eins og aðrar lífverur, sækja í vatn og fara því inn í sprungnar og laskaðar lagnir.
Mér finnst skrítið að formaður húseigendafélagsins talar sjaldan um umhirðu lóða og fasteigna. Hvað finnst honum um þá sem vilja hafa lóðina sem náttúrulegasta? Hvað finnst honum um að það eru margir sem verða að búa við ótrúlega illa hirtar lóðir nágranna og hús sem grotna niður?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home