My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Monday, July 04, 2011

Mannhæð

Fyrir nokkrum árum sagði Palla systir mér að hún væri jafnhá ösp í garðinum við Aðalbraut. Öspin væri sem sagt mannhæðarhá. Mér brá við, skildi hvað sagt var en sá annað fyrir mér.
Í mínum huga voru mannhæðarhá tré jafnhá einlyftum húsum. Vissi að systir mín er lægri en þrír metrar, minna gerir gagn.
Ég segi oft apótek í stað bakarís. Ég rugla saman nöfnunum Brynja og Hrefna, mikið auðveldara að heita Hrefna en Brynja. Ég beygi rangt orðin helvíti og fjandans. Nota þau lítið svo það kemur ekki að sök. Ég er að venjast mannhæðarháum trjám, gengur illa. Reyni að muna hvað Palla er há :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home