Veður
Er í hæstu skýjum. Það er sól, það var sól og hiti um helgina. Það er spáð sól og hita. Svertinginn í mér nýtur sín til fulls. Ég er úti allan daginn, allt kvöldið, helst að morgni líka. Einna helst að vinnan þvælist fyrir. Ég meina skrifstofuvinnan, þessi launaða, því það er jú full vinna að vera úti. Klippa, sópa, raka, vera með arnaraugu á því sem er annars staðar en ég vil hafa það. Svo fer ég í gönguferðir. Skoða garða, horfi á blóm.
Stundum mæðir það mig. Ég horfi á flotta garða, falleg hús og svo fyrir utan girðingu er allt vaðandi í gróðri sem ég tel vera lýti að. Ég veit að þetta er mitt mat. Njóli, fífill, baldursbrá og þistlar eru illgresi í mínum huga. Líklega finnst þeim sem eiga garðana það einnig því ekkert sést af þessum plöntum innan girðingar. Ég þreytist seint á því að mæða mig á tvískinnungi okkar Íslendinga. Það sem er ekki í mínum garði kemur mér ekki við.
Höfum við alltaf verið svona? Hirðulaus um það sem er utan heimilis og lóðar? Hefur okkur alltaf verið sama um umhverfið? Ef ekki hvenær breyttist það? Hvenær vörpuðum við ábyrgð á ríki, bæ, nágranna, bara einhvern annan en okkur sjálf?
Um helgina las ég Þykkskinnu, sögur og sagnir úr Rangárvallasýslu. Mér finnst þetta fyrsta bókin sem ég les um þá sýslu, veit að það er rangt. Ég á bækur eftir Eyjólf frá Hvoli í Mýrdal. Ég hef gaman af að lesa bækur þar sem ég þekki bæjarnöfn, Sperðill, Háfur, Búð. Allt ljóslifandi og nöfn frá því ég var í Þorlákshöfn lifna við. Um leið og ég nýt þess að lesa þá er ég fegin að vera uppi á þeim tíma sem ég er. Ég hefði verið til lítils gagns köld, blaut og svöng í dimmum húsum.
Í gærkvöldi skoðaði ég bókahillur. Ég á bækur um Suðurland og sunnlenska þætti. Bækur um Vesturland og nokkuð af bókum og sögnum frá Húnaþingi (hvers vegna er mér hulin ráðgáta). Ég á eina um Eyjafjörð. Ég á nokkrar um Suðurnes. Ekkert um Snæfellsnes, Vestfirði og Dali. Ekkert um Skagafjörð (hana nú Jóhann). Ég virðist ekkert vita að það er land og fólk austan Eyjafjarðar allt suður til Skaftafellssýslna. Sjáið hvað það eru mörg tækifæri falin í þessu. Í stað þess að kaupa bækur um Skotland þá er allt Ísland undir.
Stundum mæðir það mig. Ég horfi á flotta garða, falleg hús og svo fyrir utan girðingu er allt vaðandi í gróðri sem ég tel vera lýti að. Ég veit að þetta er mitt mat. Njóli, fífill, baldursbrá og þistlar eru illgresi í mínum huga. Líklega finnst þeim sem eiga garðana það einnig því ekkert sést af þessum plöntum innan girðingar. Ég þreytist seint á því að mæða mig á tvískinnungi okkar Íslendinga. Það sem er ekki í mínum garði kemur mér ekki við.
Höfum við alltaf verið svona? Hirðulaus um það sem er utan heimilis og lóðar? Hefur okkur alltaf verið sama um umhverfið? Ef ekki hvenær breyttist það? Hvenær vörpuðum við ábyrgð á ríki, bæ, nágranna, bara einhvern annan en okkur sjálf?
Um helgina las ég Þykkskinnu, sögur og sagnir úr Rangárvallasýslu. Mér finnst þetta fyrsta bókin sem ég les um þá sýslu, veit að það er rangt. Ég á bækur eftir Eyjólf frá Hvoli í Mýrdal. Ég hef gaman af að lesa bækur þar sem ég þekki bæjarnöfn, Sperðill, Háfur, Búð. Allt ljóslifandi og nöfn frá því ég var í Þorlákshöfn lifna við. Um leið og ég nýt þess að lesa þá er ég fegin að vera uppi á þeim tíma sem ég er. Ég hefði verið til lítils gagns köld, blaut og svöng í dimmum húsum.
Í gærkvöldi skoðaði ég bókahillur. Ég á bækur um Suðurland og sunnlenska þætti. Bækur um Vesturland og nokkuð af bókum og sögnum frá Húnaþingi (hvers vegna er mér hulin ráðgáta). Ég á eina um Eyjafjörð. Ég á nokkrar um Suðurnes. Ekkert um Snæfellsnes, Vestfirði og Dali. Ekkert um Skagafjörð (hana nú Jóhann). Ég virðist ekkert vita að það er land og fólk austan Eyjafjarðar allt suður til Skaftafellssýslna. Sjáið hvað það eru mörg tækifæri falin í þessu. Í stað þess að kaupa bækur um Skotland þá er allt Ísland undir.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home