My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Friday, July 15, 2011

Nasasjón

Í dag var grein í Fréttablaðinu um einkaneysla hefði aukist. Einkaneysla er hluti landsframleiðslu. Því velti blaðamaður fyrir sér hvort þetta væri merki um að hagvöxtur myndi aukast eða hvort þetta væri merki um aukinn kaupmátt eftir kjarasaminga.
Mér fannst tvennt áhugavert. Vísan í aukinn kaupmátt og svör sérfræðinga hjá Greiningu Íslandsbanka.
a) Aukinn kaupmáttur eftir nýgerða kjarasamninga. Ég veit að kjarasamningar voru gerðir í lok maí og fram undir lok júní, sum kjarafélög hafa ekki lokið samningum enn. Ég veit að fæstir sem fá greidd laun mánaðarlega hafa fengið greitt eftir nýjum töxtum. Þannig að ef fólk er farið að eyða meira í skjóli hækkunar launa en það gerði á sama tíma í fyrra þá er það skuldasöfnun og út á krít.
b) Sérfræðingar hjá Greiningu Íslandsbanka sögðust hafa nasasjón af því hvað er að henda aðra hluta landsframleiðslunnar. Í mínum orðabókum og málskilningi þá er nasasjón jafnt og yfirborðsþekking. Ég bið að þeir sem eru í greiningardeildum hafi meira en yfirborðsþekkingu á því sem þeir greina. Ég bið að það sem átt var við er - þar sem við höfum ekki tekið saman gögn um aðra hluta landsframleiðslu þá verður að taka svör okkar með fyrirvara en bla, bla, bla.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home