My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Monday, January 30, 2012

Bækur

Undanfarna mánuði hef ég lesið margar bækur. Hæst ber ævisögu Matthíasar Jochumsonar og ævisögu Hannesar Hafstein. Auðvitað hafa bækur sem eru um og innan við 200 blaðsíður slæðst með t.d. Gamlinginn og Allt með kossi vekur eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Nú er ég að verða búin með bók um fjármálaskandal í Assitenthúsinu, sannsöguleg skáldsaga, gerist um og eftir aldamótin 1900. Enn einu sinni fæ ég nasaþef af því hvernig Kaupmannahöfn var á þessum tíma.
Ég velti fyrir mér hvaða bók verður sú sem yljar mér næstu vikuna. Ég á nokkrar á dönsku, örfáar á ensku og að ég held engar ólesnar á íslensku. Skynsamlegt væri að taka krimma. Um daginn rakst ég á bækur eftir Robert Wilson og keypti eina, den blinde mand i Sevilla. Hún er um 500 bls. Ummm, ef mér líkar hún þá verður lífið gott.

Í vetur hef ég lært með Heru Mist hans Barða. Fyrir jól lærðum við saman á fimmtudögum, eftir skóla hjá henni. Nú er hún í Cross fit tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum. Framvegis ætlum við að vera saman á miðvikudögum. Við höfum pælt í mörgu og lært margt, aðallega stærðfræði. Ég hef rifjað ókjörin upp. Liggur við að ég fari í stærðfræði í framhaldsskóla til að halda þessu við.

Nema, það bíður því um miðjan febrúar fer ég að læra bókband. Það verður fyrsta námskeiðið sem ég fer í sem miðar að því að ég geti gert eitthvað í höndunum. Öll hin námskeiðin hafa verið bókleg, miðað að því að auka færni mína á vinnumarkaði. Kannski verð ég afar hæf sem MBA, MPM vegna þess að ég kann bókband.

Við Sigmundur förum til Amsterdam í lok mars. Ég hef einu sinni komið þar áður, var í tvo eða þrjá daga. Sigmundur fer reglulega, ég veit lítið um hvað hann hefur séð af borginni. Ég verð að finna mér upplýsingabækling og lesefni. Það er alveg öruggt, ég fer á listasafn eða tvö. Ég verð að sjá mynd/ir eftir Rembrandt, van Gogh og, og, og.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home