My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Saturday, February 04, 2012

Laugardagur

Enn er vorveður, milt og rakt. Lítill vindur.

Ég sé að vorlaukarnir eru þokkalega áttavilltir og farnir að stinga upp kolli. Á morgun klippi ég runna og set niður lauka sem hefðu átt að fara niður í haust. Ég keypti fræ í dag, er eins og litla gula hænan. Ég keypti sólblómafræ. Ætla að rækta sólblóm í sumar. Í mars mun ég setja nokkur í mold og forrækta innandyra svo fara nokkur beint út í mold í maí. Ég hlakka til, get vart beðið.
Sigmundur tók þá afstöðu að það ætti að kaupa kryddjurtir af Ingibjörgu Sigmunds, láta vera að rækta sjálfur. Hann samþykkti þó kartöflugarð í Vogunum.

Um leið og ég fagna vorinu í mínum garði þá verð ég að horfast í augu við að enn er þorri. Ég fór í Hvassaleiti í dag, hef ekki komið þar í tvær vikur eða meir. Það er enn fullt af klaka í botnlanganum og það var klakastykki upp við hús, bílastæði og stétt. Þá fórum við í kirkjugarðinn í Gufunesi og þar var snjór og klaki. Okkur langaði að hreyfa okkur svo við fórum og börðum aðeins á klakanum í Hvassaleiti. Hreinsuðum bílastæði og stétt. Að vísu var Inga lítið hrifin, við fórum nefnilega ekki burt með klakann heldur muldum hann niður og settum út í botnlangann. Hún telur að við það hafi orðið illfært eða ófært þarna. Já, já, laun heimsins eru vanþakklæti.

Í gærkvöldi ætlaði ég heldur betur að hafa sjónvarpskvöld. Komin með fullt, fullt af sjónvarpsstöðvum. Fann fátt sem ekkert sem ég festi hugann við. Þó var matreiðsluþáttur á einni af þýsku stöðvunum. Svo var ég búin að sjá þáttinn um Lewis. Þannig að ég var komin í rúmið um hálf tólf og búin með Söndag fyrir miðnætti. Það er náttúrulega skelfing og hreinlega bannað að hafa engan vandaðan enskan, danskan, sænskan eða norskan krimma á dagskrá föstudagskvölds.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home