Sorp, flokkun, nýting
Ég hef áhuga á og skoðanir á sorpi, tilurð, meðferð og flokkun. Um daginn fór ég til Kaupmannahafnar og skoðaði þá fróðlega sýningu um sorp. Sýningin var í borgarminjasafninu, hún spannaði söguna frá upphafi byggðar til dagsins í dag. Helgina áður en ég fór út fórum við Sigmundur á móttökustöð Sorpu. Við losuðum okkur við jólatré, dagblöð og svo ýmislegt annað smálegt.
Enn einu sinni velti ég fyrir mér. Hvers vegna eru móttökustöðvar Sorpu skipulagðar svona en ekki öðru vísi? Hvers vegna er lítið sem ekkert hvatt til þess að við flokkum sorp áður en við komum með það á móttökustöð? Hvernig væri hægt að hafa þetta skipulegra, aðgengilegra og þægilegra? Hvað þarf til?
Ég tel að það þurfi að hvetja til flokkunar. Hvetja til að við komum með flokkað á móttökustöð. Pappír sér, plastefni saman, timbur í einni hrúgu, spilliefni saman o.s.frv. Skilti þyrftu að vera stærri, sýnilegri. Líkast til ættu stöðvarnar einnig að vera stærri, meira pláss. Svo þyrfti að fræða, sífelld fræðsla.
Þegar ég kem á móttökustöð þá finn ég blaðagáminn án þess að leita mikið. Oft sé ég hauginn fyrir garðúrgang en efast stundum að það sé í raun rétt því þar er oftast fullt af plastpokum því við nennum ekki að losa pokana.
Hvers vegna er okkur svona illa við að nýta vel það sem við höfum? Hvort sem það eru keypt gæði, land, vatn eða við sjálf? Hvers vegna erum við svo óöguð sem þjóð að við göslumst áfram sem sóðar og bjánar í stað þess að huga að framtíðnni? Ja, framtíð, ég held að það sé oft hreint og beint nútíðin sem við nennum ekki að huga að.
Enn einu sinni velti ég fyrir mér. Hvers vegna eru móttökustöðvar Sorpu skipulagðar svona en ekki öðru vísi? Hvers vegna er lítið sem ekkert hvatt til þess að við flokkum sorp áður en við komum með það á móttökustöð? Hvernig væri hægt að hafa þetta skipulegra, aðgengilegra og þægilegra? Hvað þarf til?
Ég tel að það þurfi að hvetja til flokkunar. Hvetja til að við komum með flokkað á móttökustöð. Pappír sér, plastefni saman, timbur í einni hrúgu, spilliefni saman o.s.frv. Skilti þyrftu að vera stærri, sýnilegri. Líkast til ættu stöðvarnar einnig að vera stærri, meira pláss. Svo þyrfti að fræða, sífelld fræðsla.
Þegar ég kem á móttökustöð þá finn ég blaðagáminn án þess að leita mikið. Oft sé ég hauginn fyrir garðúrgang en efast stundum að það sé í raun rétt því þar er oftast fullt af plastpokum því við nennum ekki að losa pokana.
Hvers vegna er okkur svona illa við að nýta vel það sem við höfum? Hvort sem það eru keypt gæði, land, vatn eða við sjálf? Hvers vegna erum við svo óöguð sem þjóð að við göslumst áfram sem sóðar og bjánar í stað þess að huga að framtíðnni? Ja, framtíð, ég held að það sé oft hreint og beint nútíðin sem við nennum ekki að huga að.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home