My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Thursday, February 02, 2012

Nálastungur

Í nokkurn tíma hef ég farið reglulega í nálastungur til Dagmarar nálastungufræðings.

Í upphafi fór ég því ég hef lengi verið með doðatilfinningu í utanverðu vinstra læri. Það hefur verið erfitt að standa kyrr því þá færist doðinn/tilfinningin ofar. Þegar ég verð þreytt þá fæ ég þyngslatilfinningu í lífbeinið. Jæja, heimilislæknir sagði að þetta væri ekkert, ef tilfinningin væri ekki farin eftir ár, talaði við hann þegar ég var búin að finna fyrir þessu í ca sex mánuði, þá væri hægt að rannsaka hvort taugaendar væru bólgnir eða eitthvað.

Sum sé, ég nennti ekki að bíða og fara í rannsóknir. Fór til Dagmarar. Hún nuddar, stingur og þreifar. Ég er á því að doðinn hafi minnkað og svæði orðið minna afmarkað. Hún segir aftur á móti að ég sé svo orkulaus, það sé svo lítið líf í mér.

Seinast setti hún glerkoppa á bakið á mér til að fá blóðið á hreyfingu og draga súrefni inn í það.

Sigmundur breytti áskrift að sjónvarpi símans. Nú er opið fyrir margar, margar evrópskar sjónvarpsstöðvar, þó enga breska nema ég telji Sky breska. Þá er opið fyrir alevrópsku stöðina Aljazeera. Mér finnst það fyndin flokkun. Hugsanleg fyrirboði þess er koma skal, þegar Arabar hafa tekið yfir Evrópu og Evrasía er orðin til í reynd, ekki einungis sögulega.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home