Vor í lofti
Í gær sá ég fyrstu knúppa á krókusum. Ég sá líka að anemónurnar eru farnar að gægjast upp og brumin á koparreyninum að þrútna. Ég er hrifin af birkinu, það lætur lítið plata sig þó kona fari um garðinn og mæni upp brum og knúppa. Ég er nokkuð viss um að írisarnir séu farnir að stinga upp kollinum. alla vega eru grænir toppar þar sem ekkert á að vera nema íris.
Það er komið vor í mig. Ég fór í græna vatteraða jakkann í dag. Mig langar svo að geta verið léttklædd og án vettlinga. Því fór ég í límónu grænan jakka, dimm fjólubláar grifflur, setti á mig kóngabláan trefil og leið bara skratti vel. Líklega leið mér vel því ég sá límónu grænan kjól í glugga hjá Stórum stelpum. Kannski fer ég og athuga hvort hann sé fyrir mig. Ég lyftist öll upp í gærkvöldi og var bara nokkuð hress í morgun. Var tilbúin fyrir daginn um hálf sjö. Geri aðrir betur. Var búin að lesa Fréttablaðið og Finn áður en ég hélt út í daginn. Oft er ég ekki búin að því fyrr en um kvöldmat.
Það er fortíðarþrá í mér. Nú hugsa ég um Bifröst og árin þar. Skrítið þegar liðnir tímar sækja á.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home