Myndir úr garðinum
Ber á kristþyrni. Ef ég verð heppin þá get ég náð góðum jólamyndum næsta haust.
Hortensían aftur. Þessi bleiku eru blóm á japanskvist.
Fúksía. Ég er hreinlega stórhrifin af blómum hennar.
Fúksía
Ég var svo glöð þegar við fundum limegrænar sessur. Fúksía í potti. Svo vissi ég ekki fyrr en með haustinu að hún vill alveg eins vera í skjóli fyrir mestu sólinni.
Ég er hrifin af garðinum mínum. Ég er búin að safna í hann öllu milli himins og jarðar, í raun búin að sprengja hann. Núna ætla ég að setja inn myndir til að lífga upp á liti í lífi mínu.
Ég auglýsi eftir litlum reit/skika til að rækta á. Mig langar svo að vera með skika þar sem ég get ræktað stikilsber, rifsber, rabbabara, kartöflur, kryddjurtir o.s.frv. Það þyrfti að vera vatn en mig langar lítið í sumarbústað.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home