Ég þakka fyrir daginn í dag.
Í gær var ég heima, fór ekki í vinnu vegna þess að ég var veik. Ég kvefaðist á sunnudag og það fór svo í augun að ég þoldi illa birtu. Ég dró fyrir glugga og lá með poka yfir augunum. Ég bý svo vel að eiga svona grjónapúða úr silki, gerðan fyrir tilvik sem þessi. Ég keypti hann einu sinni því hann er svo fallega blár. Ég sé reyndar ekkert þegar ég læt hann mjúklega yfir lokuð augun en það er svo gott að hugsa til þess að þetta mjúka er blátt, kóngablátt.
Ég þakka fyrir daginn í dag því nú er kvefið á undanhaldi og sólin skín í kapp við sjálfa sig. Ef það hefði verið í gær þá hefði ég verið illa stödd.
Nú er ég heima, bíð eftir að klukkan verði fjögur, ætla þá að athuga hvort Danirnir hafi eitthvað handa mér í sjónvarpi. Les lítið, er lítið í tölvu. Einna helst að leggja kapal með spilum. Það er róandi þegar augun eru sár.
Ég hef drukkið ógrynni af te og ýmsum öðrum heitum drykkjum. Brætt vic í heitu vatni og andað. Hreint og beint haldið að ég væri að ganga frá sjálfri mér þegar mentolið berst í öndunarvegi. Það er magnað hve mér finnst mentol vont.
Um daginn smitaðist ég af Barða og Boggu. Þau gengu í félagsskapinn homeexchange.com og ákváðu að skipta á heimili sínu og íbúð í Lyon í júlí. Þau ætla að prófa meira og eru tilbúin að fara um heiminn svo lengi sem það er hægt að komast þangað fyrir rétt verð.
Ég talaði við Sigmund. Ég skoðaði vefinn. Við skoðuðum vefinn. Svo gengum við í félagsskapinn. Það gekk hálfbrösuglega, skráningarmyndin hrökk til og frá. Svo kom Bogga og skjárinn kyrrðist. Nú erum við tilbúin að skipta á heimili við aðra. Þetta er bara gaman. Sigmundur vill fara þangað sem hann hefur farið áður. Ég vil fara þangað sem ég hef ekki farið áður. Það verður áhugavert að sjá hvort það verða viðbrögð og hver þau verða.
Að vísu virðast ekki margir hafa hug á að skipta á þeim svæðum sem við höfum hug á. En það kemur. Ég tel að það sé rétt, ef maður orðar það sem mann langar þá aukast líkurnar margfalt.
Mig langar að sjá og vera í Ardennafjöllum, við Biscayaflóa, í Finnlandi, Írlandi og Möltu. Sigmundur vill koníakshérðaðið í Frakklandi. Svæðið í kringum Munchen, Frankfurt am Main, svo er Danmörk innan sviga.
Jæja, fer ekkert út í dag. Fór ekkert í gær. Er eins og fýsibelgur og hósta þegar ég hreyfi mig.
Ég þakka fyrir daginn í dag því nú er kvefið á undanhaldi og sólin skín í kapp við sjálfa sig. Ef það hefði verið í gær þá hefði ég verið illa stödd.
Nú er ég heima, bíð eftir að klukkan verði fjögur, ætla þá að athuga hvort Danirnir hafi eitthvað handa mér í sjónvarpi. Les lítið, er lítið í tölvu. Einna helst að leggja kapal með spilum. Það er róandi þegar augun eru sár.
Ég hef drukkið ógrynni af te og ýmsum öðrum heitum drykkjum. Brætt vic í heitu vatni og andað. Hreint og beint haldið að ég væri að ganga frá sjálfri mér þegar mentolið berst í öndunarvegi. Það er magnað hve mér finnst mentol vont.
Um daginn smitaðist ég af Barða og Boggu. Þau gengu í félagsskapinn homeexchange.com og ákváðu að skipta á heimili sínu og íbúð í Lyon í júlí. Þau ætla að prófa meira og eru tilbúin að fara um heiminn svo lengi sem það er hægt að komast þangað fyrir rétt verð.
Ég talaði við Sigmund. Ég skoðaði vefinn. Við skoðuðum vefinn. Svo gengum við í félagsskapinn. Það gekk hálfbrösuglega, skráningarmyndin hrökk til og frá. Svo kom Bogga og skjárinn kyrrðist. Nú erum við tilbúin að skipta á heimili við aðra. Þetta er bara gaman. Sigmundur vill fara þangað sem hann hefur farið áður. Ég vil fara þangað sem ég hef ekki farið áður. Það verður áhugavert að sjá hvort það verða viðbrögð og hver þau verða.
Að vísu virðast ekki margir hafa hug á að skipta á þeim svæðum sem við höfum hug á. En það kemur. Ég tel að það sé rétt, ef maður orðar það sem mann langar þá aukast líkurnar margfalt.
Mig langar að sjá og vera í Ardennafjöllum, við Biscayaflóa, í Finnlandi, Írlandi og Möltu. Sigmundur vill koníakshérðaðið í Frakklandi. Svæðið í kringum Munchen, Frankfurt am Main, svo er Danmörk innan sviga.
Jæja, fer ekkert út í dag. Fór ekkert í gær. Er eins og fýsibelgur og hósta þegar ég hreyfi mig.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home