My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Monday, March 19, 2012

Bóhem

Við fórum á La Bohéme á laugardaginn. Hera Mist fór með okkur Sigmundi. Við buðum henni með okkur því við viljum gjarnan kynna sem flest fyrir henni og vera eins mikið saman og hægt er.

Ég áttaði mig á því á föstudag að Hera væri lítið spennt. Ópera, oj. Ég hefði kannski getað undirbúið hana en veit varla, ég hefði lítið getað gert til að þetta yrði spennandi. Ef mamma hennar hefði gefið eftir þá hefði stelpan ekki komið með.

Því varð ég fegin þegar sýningin var að hefjast og svo allan tímann þar til allt var búið. Þetta er flottasta og líflegasta uppfærsla á óperu sem ég hef séð. Hef ég þó séð þær allnokkrar. Það er einna helst að ópera sem ég sá í Króatíu sumarið 2002 sem kemst næst þessu. Þar var uppfært á torgi. Hljóð umhverfisins áttu svo vel við, hundar, hænsn og fleira. Aftur að íslensku óperunni sem var litrík, mannmörg, full gleði og svo frábærir söngvarar.

Hera Mist er þokkalega ánægð, þetta var öðruvísi en hún hafði hugsað sér. Að vísu er allt sungið á ítölsku og því skildi hún lítið sem ekkert, helst það sem Sigmundur hvíslaði að henni.
Nú erum við að skoða Vesalingana í Þjóðleikhúsinu (það eru aðrir en Fávitar). Ef henni líst á þá förum við saman í maí.

Mikið er gaman að snjó eftir miðjan mars. Hann hverfur svo fljótt. Birtan hefur svomikið að segja.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home