My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Tuesday, May 15, 2012

Hjólað í vinnuna

Nú er nær því liðin vika af átakinu hjólað í vinnuna. Í ár eins og fleiri ár þá fá þátttakendur ágætis sýnishorn af veðri. Það er svo sem ekkert að því að hjóla í kulda, hvassviðri er verra. Líklega er einnig heldur erfiðara ef snjór fylgir þokkalegum vindstyrk.
Ég skoða hvernig Sveitarfélagið Vogar stendur í hlutfalli við önnur sveitarfélög. Mér sýnist að í ár sé það einungis leikskólinn sem tekur þátt. Skrítið því sveitarfélagið hefur allt til að bera til að hægt sé að fara á hjóli og/eða gangandi í og úr vinnu.
Það styttist í kosningar til forseta Íslands. Enn sem komið er  finnst mér fjölmiðlar, hvaða nafni sem þeir nefnast, vera afar hliðhollir Þóru Arnórsdóttur og fjölskyldu hennar. Enn sem komið er  finnst mér að of margir eru í framboði. Enn sem komið er finnst mér að Ólafur Ragnar Grímsson eigi að vera forseti áfram. Ef ég skipti um skoðun þá er það vegna þess að Herdís Þorgeirsdóttir hefur unnið mig á sitt band. Það sem ég heyri af henni rennir styrkari stoðum undir það sem mig grunar, hún er frambærileg.
Ólafur Ragnar sagði víst í gær, í útvarpsþætti sem ég hef ekki heyrt, að frumvarp ríkisstjórnarinnar um kvóta væri dæmi um mál sem ætti vel heima í þjóðaratkvæði. Ég er sammála honum, mér finnst það dæmigert mál sem þjóðin eigi að segja álit sitt á. Þingið getur svo lagfært frumvarpið þar til samhljómur hefur myndast.
Það er með eindæmum hvernig útvegsmenn, fiskverkendur og sum samtök launþega (ég skrifa sum því ég hef ekki séð eða heyrt auglýsingu frá þeim öllum) fara offari í auglýsingum á móti frumvarpinu.

Útvegsmenn, himnarnir eru ekki að farast.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home