Hjólreiðar
Öðru hvoru hjóla ég mikið. Þegar ég bjó á Akranesi fór ég allra minna ferða á hjóli. Var með góða körfu og hafði litla þörf fyrir annan ferðamáta, nema þá hesta postulanna. Þegar ég flutti til Reykjavíkur hætti ég að hjóla. Ég tók þá iðju upp aftur þegar ég var í Vogunum. Þar hjólaði ég grimmt og skráði. Tók þátt í átakinu hjólað í vinnuna og alles. Naut mín sem sagt í botn.
Nú er ég aftur í Reykjavík. Horfi á hjólið mitt, langar út að hjóla en hef ekki farið. Ég óttast aðra hjólreiðamenn meir en bifreiðar. Þá hef ég beyg af þeim sem eru á litlu mótor/rafhjólunum og eru einnig á gangstéttum og þeim fáu hjólastígum sem eru í borginni.
Ég undrast stórlega þá ómenningu sem er í hjólreiðum hér á landi, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem eru á hjólum fara hratt yfir, hraðar en fótgangandi og oft hraðar en sá sem er á bíl. Það er vegna þess að stundum eru þeir gangandi (hjóla á gangstétt og gangstígum), stundum eru þeir á götum og í annan tíma skjótast þeir um stæði og óbyggð svæði. Þeir virðast halda að það gildi engar reglur um hjólreiðar. Líklega er það rétt. Ég gerðist svo djörf að benda Umferðarráði á ómenninguna í hjólreiðum, hvernig farið er yfir götur, gangstíga og annað.
Svar barst frá lögreglunni. Það eru mjög óljósar reglur um hjólreiðar, lögreglan tiltók sérstaklega að margir hjólreiðamenn eru börn að aldri. Ég held að lögreglan sé annars staðar á landinu en ég. Ég veit að börn eru á hjóli á mörgum stöðum á landinu. Í Reykjavík tel ég að fleiri fullorðnir séu á hjóli en börn. Alla vega hafði ég ekki samband við Umferðarráð vegna barna heldur fullorðinna hjólreiðamanna.
Nú safna ég þreki. Ég ætla að skrifa bréf til Umferðarráðs, lögreglunnar, tryggingafélaga og ráðuneytis. Það þarf að setja reglur sem halda. Það er skelfing að sjá hjólreiðamenn skjótast á og af gangstétt eftir þörfum. Hjóla á móti akstursstefnu að vild, fara á móti rauðu ljósi. Engin grið gefin, farið út á götu eða í veg fyrir gangandi vegfaranda. Svo væri sá sem er á bílnum ávallt sekur, hefði ekki sýnt nægilega aðgát. Það er hart þegar kona sem vill helst ganga og hjóla þorir því vart og er farin að vera afar varkár þegar hún er undir stýri.
Íslenska þjóðin nær enn einu sinni fullkomnum árangri í vitleysu.
Nú er ég aftur í Reykjavík. Horfi á hjólið mitt, langar út að hjóla en hef ekki farið. Ég óttast aðra hjólreiðamenn meir en bifreiðar. Þá hef ég beyg af þeim sem eru á litlu mótor/rafhjólunum og eru einnig á gangstéttum og þeim fáu hjólastígum sem eru í borginni.
Ég undrast stórlega þá ómenningu sem er í hjólreiðum hér á landi, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem eru á hjólum fara hratt yfir, hraðar en fótgangandi og oft hraðar en sá sem er á bíl. Það er vegna þess að stundum eru þeir gangandi (hjóla á gangstétt og gangstígum), stundum eru þeir á götum og í annan tíma skjótast þeir um stæði og óbyggð svæði. Þeir virðast halda að það gildi engar reglur um hjólreiðar. Líklega er það rétt. Ég gerðist svo djörf að benda Umferðarráði á ómenninguna í hjólreiðum, hvernig farið er yfir götur, gangstíga og annað.
Svar barst frá lögreglunni. Það eru mjög óljósar reglur um hjólreiðar, lögreglan tiltók sérstaklega að margir hjólreiðamenn eru börn að aldri. Ég held að lögreglan sé annars staðar á landinu en ég. Ég veit að börn eru á hjóli á mörgum stöðum á landinu. Í Reykjavík tel ég að fleiri fullorðnir séu á hjóli en börn. Alla vega hafði ég ekki samband við Umferðarráð vegna barna heldur fullorðinna hjólreiðamanna.
Nú safna ég þreki. Ég ætla að skrifa bréf til Umferðarráðs, lögreglunnar, tryggingafélaga og ráðuneytis. Það þarf að setja reglur sem halda. Það er skelfing að sjá hjólreiðamenn skjótast á og af gangstétt eftir þörfum. Hjóla á móti akstursstefnu að vild, fara á móti rauðu ljósi. Engin grið gefin, farið út á götu eða í veg fyrir gangandi vegfaranda. Svo væri sá sem er á bílnum ávallt sekur, hefði ekki sýnt nægilega aðgát. Það er hart þegar kona sem vill helst ganga og hjóla þorir því vart og er farin að vera afar varkár þegar hún er undir stýri.
Íslenska þjóðin nær enn einu sinni fullkomnum árangri í vitleysu.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home