Uppstigningardagur
Dagurinn er ljúfur. Ég hef sérstakar taugar til sérstakra daga kristinnar trúar. Þeir minna á upprunann og flestar tilvísanir sem ég finn í listum, bókmenntum og máli manna. Meira að segja þegar ég les bækur um líf í þeim löndum Asíu þar sem menn hylla íslam þá eru sterkar tilvísanir í grunn kristinnar trúar.
Í Danmörk er umræða um að fækka lögbundnum frídögum. Óvísindaleg könnun fór fram meðal lesenda vefmiðils. Fleiri vildu að dagar eins og 1. maí yrðu virkir en að dagar sem tengjast kristnum hátíðum yrðu virkir.
Ég hef engar forsendur til að meta hversu áreiðanleg útkoman er. Hverjir svöruðu, hver staða þeirra er o.s.frv. Mér fannst þetta áhugavert því ég hef tekið eftir umræðu og skrifum um að staða kristninnar er veik í Danmörk. Sú niðurstaða er leidd út frá því að kirkjur eru illa sóttar og sífellt fleiri velja að vera utan trúfélaga.
Hvað segir það um þjóðfélag sem sækir ekki kirkjur þegar það vill frekar halda í kristna hátíðisdaga en daga sem eru merki um áfanga í réttindabaráttu?
Hvað myndu Íslendingar velja? Myndu launþegar hafna 1. maí vegna þess að það er lummulegt að viðurkenna að maður þurfi að hafa fyrir lífinu? Myndi þjóðin velja að halda í frí á uppstigningardegi og taka sér frí 1. maí?
Um 1970 var aldur til eftirlauna færður niður í Danmörk. Þá var atvinnuleysi mikið og með þessu átti að rýma til fyrir yngra fólki. Hægt var að komast á fortidspension um sextugt og á pension þegar maður varð 65 ára (nú var ég búin að slá inn 1956 ára :) ). Þessi aðgerð leiddi ekki til þess að tækifærum fjölgaði. Einhvern veginn varð það svo að atvinnurekendur réðu ekki yngra fólk til starfa þegar það eldra fór á lífeyri fyrir tímann. Nú er verið að minnka möguleika á að komast á lífeyri fyrir 65 ára aldur. Búið er að gefa út að þeir sem fæddir eru á árunum 1966-1974 komist á lífeyri 67 ára og fortidspension falli alveg niður innan örfárra ára.
Nú veð ég alveg úr einu í annað en er samt sem áður að skrifa um það sama. Tengsl þjóðar við baráttu um réttindi til handa almenningi.
Í dag greiða fyrirtæki enga skatta til sveitarfélaga. Það er að segja utan fasteignaskatta og svo fráveitu- og vatnsgjöld þar sem sveitarfélögin hafa ekki framselt þá þjónustu til fyrirtækja. Eitt sinn voru til aðstöðugjöld sem greidd voru til sveitarfélaga. Þau gjöld voru lögð niður eftir 1991 og fyrir 1997. Meginrök fyrir niðurfellingu þeirra var að fyrirtæki myndu nota þær fjárhæðir sem fóru í aðstöðugjöld til að ráða fleira fólk til starfa. Með því myndu útsvarstekjur sveitarfélaga aukast og þar með myndi tekjumissirinn jafnast út. Það varð aldrei neitt af því. Auðvitað minnkuðu útgjöldin bara sem því nam.
Þegar farið er fram á lækkun lægstu launa. Rökstutt að laun séu svo lág að það er með engu móti hægt að lifa á þeim eru mótrök launagreiðenda að það eru fá fyrirtæki sem bera hærri laun.
Mitt svar er að það er betra að fækka fyrirtækjum sem eru svo illa stödd. Við eigum ekki að monta okkur af fyrirtækjum sem geta ekki borgað lífvænleg laun.
Í Danmörk er umræða um að fækka lögbundnum frídögum. Óvísindaleg könnun fór fram meðal lesenda vefmiðils. Fleiri vildu að dagar eins og 1. maí yrðu virkir en að dagar sem tengjast kristnum hátíðum yrðu virkir.
Ég hef engar forsendur til að meta hversu áreiðanleg útkoman er. Hverjir svöruðu, hver staða þeirra er o.s.frv. Mér fannst þetta áhugavert því ég hef tekið eftir umræðu og skrifum um að staða kristninnar er veik í Danmörk. Sú niðurstaða er leidd út frá því að kirkjur eru illa sóttar og sífellt fleiri velja að vera utan trúfélaga.
Hvað segir það um þjóðfélag sem sækir ekki kirkjur þegar það vill frekar halda í kristna hátíðisdaga en daga sem eru merki um áfanga í réttindabaráttu?
Hvað myndu Íslendingar velja? Myndu launþegar hafna 1. maí vegna þess að það er lummulegt að viðurkenna að maður þurfi að hafa fyrir lífinu? Myndi þjóðin velja að halda í frí á uppstigningardegi og taka sér frí 1. maí?
Um 1970 var aldur til eftirlauna færður niður í Danmörk. Þá var atvinnuleysi mikið og með þessu átti að rýma til fyrir yngra fólki. Hægt var að komast á fortidspension um sextugt og á pension þegar maður varð 65 ára (nú var ég búin að slá inn 1956 ára :) ). Þessi aðgerð leiddi ekki til þess að tækifærum fjölgaði. Einhvern veginn varð það svo að atvinnurekendur réðu ekki yngra fólk til starfa þegar það eldra fór á lífeyri fyrir tímann. Nú er verið að minnka möguleika á að komast á lífeyri fyrir 65 ára aldur. Búið er að gefa út að þeir sem fæddir eru á árunum 1966-1974 komist á lífeyri 67 ára og fortidspension falli alveg niður innan örfárra ára.
Nú veð ég alveg úr einu í annað en er samt sem áður að skrifa um það sama. Tengsl þjóðar við baráttu um réttindi til handa almenningi.
Í dag greiða fyrirtæki enga skatta til sveitarfélaga. Það er að segja utan fasteignaskatta og svo fráveitu- og vatnsgjöld þar sem sveitarfélögin hafa ekki framselt þá þjónustu til fyrirtækja. Eitt sinn voru til aðstöðugjöld sem greidd voru til sveitarfélaga. Þau gjöld voru lögð niður eftir 1991 og fyrir 1997. Meginrök fyrir niðurfellingu þeirra var að fyrirtæki myndu nota þær fjárhæðir sem fóru í aðstöðugjöld til að ráða fleira fólk til starfa. Með því myndu útsvarstekjur sveitarfélaga aukast og þar með myndi tekjumissirinn jafnast út. Það varð aldrei neitt af því. Auðvitað minnkuðu útgjöldin bara sem því nam.
Þegar farið er fram á lækkun lægstu launa. Rökstutt að laun séu svo lág að það er með engu móti hægt að lifa á þeim eru mótrök launagreiðenda að það eru fá fyrirtæki sem bera hærri laun.
Mitt svar er að það er betra að fækka fyrirtækjum sem eru svo illa stödd. Við eigum ekki að monta okkur af fyrirtækjum sem geta ekki borgað lífvænleg laun.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home