My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Friday, May 25, 2012

Draumfarir

Mig dreymdi fallegan og notalegan draum í nótt. Ég var að vinna í sumarbústaðalandinu mínu. Ljósrita skipulag og svo fór ég út og skoðaði landið. Það var huggulegt, sandhólar og góðar lautir. Í vestri var búið að planta ýmsum trjám, ég sá birki, furu og svo víði. Það var hlýtt og lítill vindur en engin sól. Upplagt veður til að njóta útiveru. Mér leið vel, landið var mikið fallegra en mig minnti.
Svo var ég aftur komin á skrifstofuna, að ljósritunarvélinni. Guðný og Ellý komu og vildu tala við mig. Ég vildi frekar fara með þær inn á fundarherbergi/sal en inn á skrifstofuna. Þegar við komum þangað var verið að undirbúa sýningu handverksfólks, allskonar bútasaumur og útskurður.

Ég er drjúg að reita úr garðinum, allt sem ég er óviss með hvað er fær að fjúka. Allt sem ég tel að komi úr fuglafóðri fær að fjúka. Það er sem sagt nokkuð mikið sem ég tek. Venjuleg hegðun hjá mér er, ein yfirferð og allt tekið sem ég sé. Sest niður og horfi. Eitthvað stingur í augun, upp og reiti. Fæ mér te, rjátla um, gríp eitt og eitt kímblað. Ég hef oft tekið frekar gerðarlegar plöntur á frumstigi. Lítið pælt hvað það er í raun og veru.
Núna sáði ég til sólblóma, bæði í potta inni og út í beð. Það sem fór í pottana hefur spírað. Nema hvað, þetta er alveg eins og það sem ég hef ráðist á í garðinum. Næsta vetur ætla ég að gefa sólblómafræ út á hólinn og sjá hvað spírar og verður að blómi. Nú vonumst við eftir góðu vori og sumri árið 2013.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home