Sagan gamalkunna
Ég hef dálítið hugsað um æsku mína í Hveragerði. Hef gert það frá því ég skrifaði pistil um hana í blað sem kemur út í Hafnarfirði eða kom út síðast liðið haust. Nafnið er gleymt en það með tilbrigði af Hafnarfirði. Það hafa orðið miklar breytingar á bænum síðan ég ólst upp í þorpi. Lóðirnar voru gríðarstórar og margir sumarbústaðir. Götur voru eðlilegar án þess að bundnu slitlagi hafði verið skellt á. Mig minnir að það hafi verið nokkuð um brekkur og lægðir í miðjum bænum en nú eru einu brekkurnar upp úr Hveragerði innað Friðastöðum og að Laugarskarði og Reykjum. Meira að segja þær brekkur hafa verið flattar út.
Ég hef velt fyrir mér hvort ég eigi að teikna upp það Hveragerði sem ég man eftir, einskonar kort. Hlutföll eftir minni, meira lagt upp úr að skrá á reiti hver átti heima og hvað var en að málsetning sé eftir fullkomnustu stöðlum. Ég fer í þetta milli innri endurskoðunar, bókbands, lögfræði, sunds og yoga.

Þessa mynd fann ég á vefnum. Sæmundur Bjarnason er með hana á bloggi sínu, blogg nr. 180. Myndin er líklega frá 1946 eða ellefu árum áður en ég fæddist. Myndin sýnir því vart það þorp sem ég þekkti sem barn en er mikið nær því en bærinn er í dag. Sjáið malarnámurnar fremst! Ég man vel eftir þeim. Ljósa skellan í miðjunni er hverasvæðið. Er óviss hvar húsið sem ég fæddist í er. Ég þekki húsið sem húsmæðraskóli Árnýjar Filipussar var í, það er fyrir miðri mynd með turni.
Í nokkra mánuði hef ég verið dálítið ónóg sjálfri mér. Eftir tvær pestir síðastliðið haust er eins og þrek hefur hvorfið og mér gengur illa að ná því upp aftur. Ef ég geng eitthvað að ráði stend ég lengi á öndinni af hósta. Get synt, syndi eins og hetja en má illa við sprettum, þá er þrekið farið. Palla hefur ítrekað spurt hvort ég ætli ekki í heilsutékk. Ég hef alltaf sagt já, er á leiðinni, ég fer eða eitthvað slíkt.
Í gær ákvað ég að hafa samband við Hjartavernd, gæti fengið tíma með haustinu þegar ég væri búin að synda og ganga, kæmi betur út úr prófum og allt væri í lagi. Til að gera langa sögu stutta þá var hringt í mig áðan og mér boðinn tími nú á föstudag. Svo, ég fer í fyrri hlutann núna strax og seinni tímann, sem er viðtal við lækni, með haustinu.
Auðvitað ætlaði ég ekkert að fara fyrr en ég væri búin að koma upp þreki, léttast og taka á mataræðinu. Veit að það verður sett út á þyngd og hreyfingarleysi. Eins gott að þrýstingur og blóðfita verði innan marka. Annars þarf ég að hugsa um hvað ég set ofan í mig, af fullri alvöru, ólíkt því sem nú er þegar ég gæti að því þegar mér hentar og hreyfi mig þegar ég nenni.
Sagan endalausa er á þann veg að það eru örfáir sem komast upp með að éta alls konar góðgæti að vild og hreyfa sig lítið sem ekkert. Allir hinir verða að gæta að heilsunni. Það er best gert með hreyfingu, útveru og aðgát í hlutfalli þess sem borðað er og brennslu.
Ég hef velt fyrir mér hvort ég eigi að teikna upp það Hveragerði sem ég man eftir, einskonar kort. Hlutföll eftir minni, meira lagt upp úr að skrá á reiti hver átti heima og hvað var en að málsetning sé eftir fullkomnustu stöðlum. Ég fer í þetta milli innri endurskoðunar, bókbands, lögfræði, sunds og yoga.

Þessa mynd fann ég á vefnum. Sæmundur Bjarnason er með hana á bloggi sínu, blogg nr. 180. Myndin er líklega frá 1946 eða ellefu árum áður en ég fæddist. Myndin sýnir því vart það þorp sem ég þekkti sem barn en er mikið nær því en bærinn er í dag. Sjáið malarnámurnar fremst! Ég man vel eftir þeim. Ljósa skellan í miðjunni er hverasvæðið. Er óviss hvar húsið sem ég fæddist í er. Ég þekki húsið sem húsmæðraskóli Árnýjar Filipussar var í, það er fyrir miðri mynd með turni.
Í nokkra mánuði hef ég verið dálítið ónóg sjálfri mér. Eftir tvær pestir síðastliðið haust er eins og þrek hefur hvorfið og mér gengur illa að ná því upp aftur. Ef ég geng eitthvað að ráði stend ég lengi á öndinni af hósta. Get synt, syndi eins og hetja en má illa við sprettum, þá er þrekið farið. Palla hefur ítrekað spurt hvort ég ætli ekki í heilsutékk. Ég hef alltaf sagt já, er á leiðinni, ég fer eða eitthvað slíkt.
Í gær ákvað ég að hafa samband við Hjartavernd, gæti fengið tíma með haustinu þegar ég væri búin að synda og ganga, kæmi betur út úr prófum og allt væri í lagi. Til að gera langa sögu stutta þá var hringt í mig áðan og mér boðinn tími nú á föstudag. Svo, ég fer í fyrri hlutann núna strax og seinni tímann, sem er viðtal við lækni, með haustinu.
Auðvitað ætlaði ég ekkert að fara fyrr en ég væri búin að koma upp þreki, léttast og taka á mataræðinu. Veit að það verður sett út á þyngd og hreyfingarleysi. Eins gott að þrýstingur og blóðfita verði innan marka. Annars þarf ég að hugsa um hvað ég set ofan í mig, af fullri alvöru, ólíkt því sem nú er þegar ég gæti að því þegar mér hentar og hreyfi mig þegar ég nenni.
Sagan endalausa er á þann veg að það eru örfáir sem komast upp með að éta alls konar góðgæti að vild og hreyfa sig lítið sem ekkert. Allir hinir verða að gæta að heilsunni. Það er best gert með hreyfingu, útveru og aðgát í hlutfalli þess sem borðað er og brennslu.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home