My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Thursday, June 07, 2012

Stjórnmál

Nú er mikið barist á þingi, í fjölmiðlum og fundum hér og þar um landið.
Umræðuefnið og baráttumálið er stjórnun fiskveiða eða réttara sagt yfirráðaréttur þeirra sem hafa fengið kvóta yfir fiskveiðiauðlindinni til framtíðar án þess að greitt sé fyrir til ríkisins sem er þjóðin.
Í þessum skilningi má þjóðin vel segja - ríkið það er ég - svo vitnað sé í ummæli Loðvíks IVX sem þóttu hrokafull.
Útgerðarmenn fara mikinn og heimta óbreytt kerfi. Þeir virðast sætta sig við að sjávarútvegsráðuneyti úthluti kvóta og geti skert eða aukið heimildir að vild. Það sem þeir vilja alls ekki er að greiða fyrir aðgang að auðlindinni.
Mér finnst það hraklegt. Ef húsnæði ætlað fyrirtækjum væri takmörkuð auðlind og væri úthlutað til útvalinna væri þá eðlilegt að afgjald húsnæðisins væri ekkert? Væri eðlilegt að afgjald húsnæðisins væri sagt vera ígildi skatts sem greitt væri af rekstrinum þegar búið er að taka til allt sem dregst frá?
Það er nokkuð öruggt að eigandi húsnæðis vill fá greitt fyrir afnot áður en rekstur er gerður upp.
Líklega er kerfi það um stjórnun fiskveiða sem verið hefur hér á landi síst verra en mörg önnur. Aftur á móti þýðir það ekki að peningahliðin sé með ágætum.
Það verður að vara sig á að blanda ekki tvennu saman, stjórn fiskveiða og greiðslu fyrir aðgangi að auðlindinni.
Útgerðarmenn segja að þeir fari á hausinn ef þeir þurfa að greiða fyrir afnot af auðlind þjóðarinnar. Þá gera þeir það og aðrir taka við. Ég hef litla samúð með þeim sem segja svoleiðis. Bankamenn sögðust flytja höfuðstöðvar bankanna úr landi ef ríkisstjórnin gerði hitt eða þetta í setningu laga. Betur væri ef þeir hefðu farið og hér hefðu verið betri lög um starfsemi fjármálafyrirtækja.
Útgerðarmenn vilja að sjómenn og fiskverkafólk flykkji sér að baki þeirra. Það hlýtur að vera tákn nýrra tíma. Næst verða útgerðamenn þétt að baki sjómanna og verkafólks í landi. Sama hvert málið er t.d. fjöldi í áhöfn og sjómannaafsláttur.
Sárgrætilegast finnst mér þó að þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segi af miklum þunga að XD ætli að berjast fyrir útvegsmenn. Hvers vegna vill XD engar tekjur af nýtingu auðlindar? Hvers vegna vill XD verja óbreytt ástand í útgerð?
Guggan ávallt gul! Allur kvóti Meitilsins í Þorlákshöfn hvarf til Eyja! Raufarhöfn í sárum! Flateyri brunarústir! Hvers vegna ætti íslenska þjóðin að vilja óbreytt umhverfi stjórnunar fiskveiða við landið?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home