Týnd grein
Ég hef týnt grein. Skrifaði eina að kvöldi föstudags en sé hana hvergi núna. Það kemur varla að sök því ég man lítið um hvað hún var svo ég skrifa aðra.
Ég er byrjuð á nýrri bók, er með þrjár í takinu auk ógrynni af fræði ritum. Bókin sem ég byrjaði á seinnipart laugardags er dönsk, titillinn er Den lukkede bog. Áður en ég opnaði hana þá veltist titillinn í höfði mér. Um hvað er bókin, hvað er á bak við titil sem þennan. Það sem er sem lokuð bók skilur mannveran illa. Er það merkingin eða er merkingin óhreinn þvottur sem hefur verið lokaður niðri í langan tíma? Svona þöggun? Ég er byrjuð og hef gaman að. Það er farið fram og aftur í tíma, ætli það séu ekki um fimmtíu ár. Ég viðurkenni að mér hefur oft fundist það verra en ég held ég lifi það af núna. Þó mun ég lesa The Great Game fyrir svefninn og Den lukkede verður yndislestur með tekrús.
HD eða háskerpusjónvarp/útsendingar er eitthvað alveg nýtt en þó þekkt og nær því gömul tækni. Nú er tækninni haldið stíft fram, meira að segja opnar kynningarrásir þar sem HD er. Ég (við Sigmundur) erum með sjónvarp sem þótti aldeilis fínt 2003 eða þar um bil, heimabíó og alles, flott grá túba. Við erum einnig með sjónvarp í gegnum símann og höfum þar aðgang að nokkrum stöðvum og því sem nefnt er vod. Við eigum einnig harðan disk og við getum tekið upp efni og geymt. Að vísu höfum við aldrei lagt okkur fram um að læra hvernig tekið er upp af öðrum rásum en íslenska ríkissjónvarpinu. Það hefur enn ekki komið að sök. við eigum um 100 þætti eða myndir sem við eigum eftir að horfa á. Erum búin að gleyma hvers vegna okkur þótti sumt áhugavert. Efnið sem er á vod hverfur í eterinn því við náum ekki að horfa innan tveggja vikna. Nú er Borgen komin í steik. Við tókum ekki upp og þáttur hvarf af vod. Hvað gera bændur þá? Ho,ho, út á stétt með te og vindil, rætt um blaðlýs og maðka. Lífsins notið með nið borgarinnar í eyrum og sólarljós glampandi á gler.
Á einni svona kyrrðarstund ákváðum við að kaupa sjónvarp þegar túban væri orðin léleg. Ef við verðum léleg á undan túbunni þá verður einnig keypt nýtt. Á meðan við horfum svona lítið þá er engin þörf á að kaupa nýtt.
Í dag hlustaði ég með öðru eyranu á þátt um mat. Sagt var frá því þegar MacDonalds (held það sé skrifað svona) kom til Rómar (þið vitið skyndibitakeðjan). Mótmælt var með því að pasta var soðið fyrir utan og gefið bragð, pasta er ítalskt vað viðkvæðir, skyndibitinn sem boðið verður upp á er EKKI ítalskur. Þeir sem mótmæltu sögðust ekki vera Makkar. Þeir vöktu litla athygli. Sagt var frá einum sem fór heim og hugsaði málið. Hann fór að skrifa og skilgreina hvað hann væri í stað þess að taka til það sem hann er ekki.
Sagt var frá Sophiu Loren, einni fallegustu konu sem til er. Hún segir að við eigum að borða það sem við ólumst upp við. Borða saman á kvöldin. Njóta matarins. Borða það sem tilheyrir okkar héraði og árstíðum.
Að því rituðu ætla ég að fá mér vatn að drekka og tygja mig til heimferðar með viðkomu í sundi. Í kvöldmat verður baunaréttur með grænmeti alls staðar að úr heiminum.
Ég er byrjuð á nýrri bók, er með þrjár í takinu auk ógrynni af fræði ritum. Bókin sem ég byrjaði á seinnipart laugardags er dönsk, titillinn er Den lukkede bog. Áður en ég opnaði hana þá veltist titillinn í höfði mér. Um hvað er bókin, hvað er á bak við titil sem þennan. Það sem er sem lokuð bók skilur mannveran illa. Er það merkingin eða er merkingin óhreinn þvottur sem hefur verið lokaður niðri í langan tíma? Svona þöggun? Ég er byrjuð og hef gaman að. Það er farið fram og aftur í tíma, ætli það séu ekki um fimmtíu ár. Ég viðurkenni að mér hefur oft fundist það verra en ég held ég lifi það af núna. Þó mun ég lesa The Great Game fyrir svefninn og Den lukkede verður yndislestur með tekrús.
HD eða háskerpusjónvarp/útsendingar er eitthvað alveg nýtt en þó þekkt og nær því gömul tækni. Nú er tækninni haldið stíft fram, meira að segja opnar kynningarrásir þar sem HD er. Ég (við Sigmundur) erum með sjónvarp sem þótti aldeilis fínt 2003 eða þar um bil, heimabíó og alles, flott grá túba. Við erum einnig með sjónvarp í gegnum símann og höfum þar aðgang að nokkrum stöðvum og því sem nefnt er vod. Við eigum einnig harðan disk og við getum tekið upp efni og geymt. Að vísu höfum við aldrei lagt okkur fram um að læra hvernig tekið er upp af öðrum rásum en íslenska ríkissjónvarpinu. Það hefur enn ekki komið að sök. við eigum um 100 þætti eða myndir sem við eigum eftir að horfa á. Erum búin að gleyma hvers vegna okkur þótti sumt áhugavert. Efnið sem er á vod hverfur í eterinn því við náum ekki að horfa innan tveggja vikna. Nú er Borgen komin í steik. Við tókum ekki upp og þáttur hvarf af vod. Hvað gera bændur þá? Ho,ho, út á stétt með te og vindil, rætt um blaðlýs og maðka. Lífsins notið með nið borgarinnar í eyrum og sólarljós glampandi á gler.
Á einni svona kyrrðarstund ákváðum við að kaupa sjónvarp þegar túban væri orðin léleg. Ef við verðum léleg á undan túbunni þá verður einnig keypt nýtt. Á meðan við horfum svona lítið þá er engin þörf á að kaupa nýtt.
Í dag hlustaði ég með öðru eyranu á þátt um mat. Sagt var frá því þegar MacDonalds (held það sé skrifað svona) kom til Rómar (þið vitið skyndibitakeðjan). Mótmælt var með því að pasta var soðið fyrir utan og gefið bragð, pasta er ítalskt vað viðkvæðir, skyndibitinn sem boðið verður upp á er EKKI ítalskur. Þeir sem mótmæltu sögðust ekki vera Makkar. Þeir vöktu litla athygli. Sagt var frá einum sem fór heim og hugsaði málið. Hann fór að skrifa og skilgreina hvað hann væri í stað þess að taka til það sem hann er ekki.
Sagt var frá Sophiu Loren, einni fallegustu konu sem til er. Hún segir að við eigum að borða það sem við ólumst upp við. Borða saman á kvöldin. Njóta matarins. Borða það sem tilheyrir okkar héraði og árstíðum.
Að því rituðu ætla ég að fá mér vatn að drekka og tygja mig til heimferðar með viðkomu í sundi. Í kvöldmat verður baunaréttur með grænmeti alls staðar að úr heiminum.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home