Útivera og garðrækt
Ég hef gaman af garðrækt. Uni mér löngum stundum í garðinum og við lestur og skoðun rita, blaða og bóka um allskonar gróður. Einna helst að matjurtir séu sístar og allt hitt áhugavert. Þó get ég tekið rósir, begóníur og fleira slíkt frá.
Ég hugsa um næringu, áburð og vatn, og skordýr sem leggjast á gróður. Fyrir tveimur árum var ryðsveppur í birkinu. Þá þurfti að gefa sérstakan áburð til að auðvelda trjánum að búa sig undir veturinn. Ryðsveppurinn eyðileggur nefnilega blöðin og þá er hættara við kalskemmdum ef ekkert er að gert. Mér fannst sveppurinn vera lítill í fyrra en trén voru langt frá sínu besta. Ég skellti skuld á kuldatíð í maí og júní.
Núna get ég horft og þuklað á gróðrinum nær daglega. Ég sé að það er enn ryðsveppur svo ég gæti mín í áburðargjöf þriðja árið í röð. Ég finn lítið af lús en þeim mun meir af maðki. Held það séu þrjár tegundir, ein fagurgul, önnur svört og sú þriðja grá og slepjuleg. Enn sem komið er hef ég ekki tekið eintök með mér inn og greint. Læt það vera. Birkismugan gæðir sér á laufblöðunum að vild. Þegar ég tók fyrst eftir henni skildi ég lítið hvað var að gerast. Laufblöðin bólgnuðu og urðu brún. Ef ég tók þau í sundur þá var svartur salli og ekkert kvikt. Lirfur fiðrildis smjúga inn í blöðin og éta það innan frá. Fiðrildið er lítið og óásjáanlegt. Á ferð snemma vors og lirfurnar hljóta að vera smáar því ég hef aldrei fundið þær inn í blöðunum.
Í garðinum eru tveir þyrnar, hélu og brodd. Þeir hafa ekkert breyst, frekar rýrnað og visnað á þremur árum. Svo bætti það lítið að Sigmundur tróð á þeim í vetur og braut. Ég horfði og horfði, hugsaði nú er þetta búið. Fann að þeir eru seinvaxnir, en, en. Svo allt í einu taka þeir við sér. Ný blöð og brum, kvistir og allt. Ég held að ég nái þessu vart. Nú vona ég að veturinn verði þeim góður svo að þeir haldi áfram að braggast.
Ég hugsa um næringu, áburð og vatn, og skordýr sem leggjast á gróður. Fyrir tveimur árum var ryðsveppur í birkinu. Þá þurfti að gefa sérstakan áburð til að auðvelda trjánum að búa sig undir veturinn. Ryðsveppurinn eyðileggur nefnilega blöðin og þá er hættara við kalskemmdum ef ekkert er að gert. Mér fannst sveppurinn vera lítill í fyrra en trén voru langt frá sínu besta. Ég skellti skuld á kuldatíð í maí og júní.
Núna get ég horft og þuklað á gróðrinum nær daglega. Ég sé að það er enn ryðsveppur svo ég gæti mín í áburðargjöf þriðja árið í röð. Ég finn lítið af lús en þeim mun meir af maðki. Held það séu þrjár tegundir, ein fagurgul, önnur svört og sú þriðja grá og slepjuleg. Enn sem komið er hef ég ekki tekið eintök með mér inn og greint. Læt það vera. Birkismugan gæðir sér á laufblöðunum að vild. Þegar ég tók fyrst eftir henni skildi ég lítið hvað var að gerast. Laufblöðin bólgnuðu og urðu brún. Ef ég tók þau í sundur þá var svartur salli og ekkert kvikt. Lirfur fiðrildis smjúga inn í blöðin og éta það innan frá. Fiðrildið er lítið og óásjáanlegt. Á ferð snemma vors og lirfurnar hljóta að vera smáar því ég hef aldrei fundið þær inn í blöðunum.
Í garðinum eru tveir þyrnar, hélu og brodd. Þeir hafa ekkert breyst, frekar rýrnað og visnað á þremur árum. Svo bætti það lítið að Sigmundur tróð á þeim í vetur og braut. Ég horfði og horfði, hugsaði nú er þetta búið. Fann að þeir eru seinvaxnir, en, en. Svo allt í einu taka þeir við sér. Ný blöð og brum, kvistir og allt. Ég held að ég nái þessu vart. Nú vona ég að veturinn verði þeim góður svo að þeir haldi áfram að braggast.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home