Grænn lífsstíll
Ég væri til í grænan lífsstíl, grænni en ég lifi nú.
Mig langar að nota bíl minna og fætur meira. Mig langar að hafa minna af umbúðum. Nota meira af innkaupatöskum og endurnýjanlegu efni. Mig langar að jarðgera jurtaleifar. Mig langar að gera svo margt.
Ég veit að það er skynsamlegast að byrja með smáum skrefum. Festa þau vel og halda á. Þetta er líkt og með mat og hreyfingu til að vera sem næst í kjörþyngd og vel á sig kominn. Ég veit, ég skil en geri minna.
Hugsanlega er ein leið að finna allt það til sem ég geri nú þegar og bæta við hugmyndum sem ég gæti bætt við. Þá ætti vistvæni, græni lífsstíllinn smátt og smátt að verða með yfirhöndina. Líklega ætti ég að gera eins með mat og hreyfingu. Horfa á það sem ég geri nú þegar rétt og bæta við því sem gott væri að tileinka sér.
Í dag á Gunnar frændi minn afmæli. Hann er 46 ára. Ég man eiginlega alveg þegar hann fæddist. Ég man hve mér fannst hann flottur og fínn, alveg frá fyrsta degi. Við vorum líka samrýmd í fleiri, fleiri ár. Fórum um alla móa og hæðir við Hveragerði.
Í dag er einnig dagur kvenréttinda en 19. júní, 1915 fengu íslenskar konur, 40 ára og eldri, kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Við vorum seinni á ferðinni en konur í mörgum öðrum löndum.
Mig langar að nota bíl minna og fætur meira. Mig langar að hafa minna af umbúðum. Nota meira af innkaupatöskum og endurnýjanlegu efni. Mig langar að jarðgera jurtaleifar. Mig langar að gera svo margt.
Ég veit að það er skynsamlegast að byrja með smáum skrefum. Festa þau vel og halda á. Þetta er líkt og með mat og hreyfingu til að vera sem næst í kjörþyngd og vel á sig kominn. Ég veit, ég skil en geri minna.
Hugsanlega er ein leið að finna allt það til sem ég geri nú þegar og bæta við hugmyndum sem ég gæti bætt við. Þá ætti vistvæni, græni lífsstíllinn smátt og smátt að verða með yfirhöndina. Líklega ætti ég að gera eins með mat og hreyfingu. Horfa á það sem ég geri nú þegar rétt og bæta við því sem gott væri að tileinka sér.
Í dag á Gunnar frændi minn afmæli. Hann er 46 ára. Ég man eiginlega alveg þegar hann fæddist. Ég man hve mér fannst hann flottur og fínn, alveg frá fyrsta degi. Við vorum líka samrýmd í fleiri, fleiri ár. Fórum um alla móa og hæðir við Hveragerði.
Í dag er einnig dagur kvenréttinda en 19. júní, 1915 fengu íslenskar konur, 40 ára og eldri, kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Við vorum seinni á ferðinni en konur í mörgum öðrum löndum.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home