Tölfræði
Ég er ávallt undrandi þegar ég skoða tölfræði fyrir bloggið mitt. Þeir sem skoða, hvort sem það eru vélar eða mannfólk eru oft frá ríkjum Austur-Evrópu og Asíu. Stundum koma Bandaríkin sterk inn. Ég hefði haldið að þeir sem lesa bloggið í raun og veru séu á Íslandi.
Ég er komin með skrefateljara, það er hægt að tékka á vegalengd ef maður veit hvað skrefið er langt að jafnaði. Ég hef meiri áhuga á fjöldanum á meðan Sigmundur er meira fyrir lengdina.
Hverjar eru líkurnar á því að hitta einhvern sem kona þekkir í Laugardalslaug? Ég held að það séu litlar líkur. Frá því ég fór að fara nær því daglega í laugarnar hef ég hitt fjóra.
Reyni Ragnarsson, hann er víst alltaf í hádeginu, Sigursteinu, hún syndir oftast um níuleyti, Huldu Óskars, hún fer í laugarnar og syndir með Görpunum. Hulda Óskars er mikill Garpur, komin á níræðisaldur og var að læra skriðsund því fæturnir þoldu bringusundið illa. Þessi þrjú hef ég hitt, hvert fyrir sig, einu sinni. Þar sem ég sat og pústaði eftir að hafa farið 1.150 metra kom maður ofan í pottinn. Rétt á eftir kom kona, hún dæsti og sagði að þetta væri yndislegt. Eftir smástund ákvað ég að taka undir og svaraði. Þá tók maðurinn við sér, þetta var Bogi Valur. Hann er í stuttu fríi hér á landi. Ótrúlegt að hitta hann. Ef ég hefði ekki svarað þá hefðum við ekkert spjallað, röddin kemur upp um mann. Úff, ég sem hélt að ég félli alltaf í fjöldann.
Ég er komin með skrefateljara, það er hægt að tékka á vegalengd ef maður veit hvað skrefið er langt að jafnaði. Ég hef meiri áhuga á fjöldanum á meðan Sigmundur er meira fyrir lengdina.
Hverjar eru líkurnar á því að hitta einhvern sem kona þekkir í Laugardalslaug? Ég held að það séu litlar líkur. Frá því ég fór að fara nær því daglega í laugarnar hef ég hitt fjóra.
Reyni Ragnarsson, hann er víst alltaf í hádeginu, Sigursteinu, hún syndir oftast um níuleyti, Huldu Óskars, hún fer í laugarnar og syndir með Görpunum. Hulda Óskars er mikill Garpur, komin á níræðisaldur og var að læra skriðsund því fæturnir þoldu bringusundið illa. Þessi þrjú hef ég hitt, hvert fyrir sig, einu sinni. Þar sem ég sat og pústaði eftir að hafa farið 1.150 metra kom maður ofan í pottinn. Rétt á eftir kom kona, hún dæsti og sagði að þetta væri yndislegt. Eftir smástund ákvað ég að taka undir og svaraði. Þá tók maðurinn við sér, þetta var Bogi Valur. Hann er í stuttu fríi hér á landi. Ótrúlegt að hitta hann. Ef ég hefði ekki svarað þá hefðum við ekkert spjallað, röddin kemur upp um mann. Úff, ég sem hélt að ég félli alltaf í fjöldann.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home