Hásumar
Ég elska þig stormur! hm, nei, það er óviðeigandi að vitna í þetta ljóð Hannesar Hafstein á sólfögrum degi. Ég elska þig sumar er betra og frá mér komið.
Áður en ég skrifa meira þá bendi ég á að Hannes Hafstein sjálfur notaði þetta orð, elska storm. Nú er oft bent á að það er vart við hæfi að segjast elska sól, blíðu, mat, lestur o.s.frv. Maðurinn elskar aðra mannveru ekki hluti og gjörðir.
Það er búið að vera aldeilis fínt veður og flestur gróður ber þess merki. Meira að segja írisarnir eru státnir og flottir, það er stutt í að þeir blómstri, allir 18 knúpparnir. Hortensían er farin að sýna blóm, eitt og eitt hvítt. Sú færeyska er um 50 cm há og alsett knúppum. Ég læddist og keypti mér dahlíu og setti út við glervegg því laukarnir eru búnir að syngja sitt síðasta. Anemónurnar ætla að blómstra tvisvar og njóta sín vel í skugganum við hlið tveggja brúska. Matlaukur í keri þýtur upp og ég fæ vatn í munninn við að hugsa um nýjan lauk og nýjar kartöflur með rósmarin og blóðbergi úr eigin garði. Vorlaukurinn sem Palla færði mér verður þokkalegur, alveg ágætur.
Flestir hafa heyrt af því að föt minnki í þvotti og í skápum. Svona eins og þvottur og geymsla hafi þau áhrif. Ég get vart kvartað undan því. Ég veit að ég stækka sífellt en brókin ekki. Ég glími við annað vandamál. Ég hreint og beint týni spjörunum, eiginlega utan af mér. Á mánudag man ég eftir mér í sólbaði og ég var í brjóstahaldara. Ég man líka að ég ákvað að vera í honum frekar en bikini því ég get ekki fest það sjálf. Svo hef ég farið úr haldinu. Nú finn ég það hvergi. Ég er búin að búa um rúmið, taka saman sólbaðsdótið, skipta um á rúminu, fara í gegnum skúffur og hillur í fataskáp og inn á baðherbergi. Til öryggis athugaði ég flesta skápa í eldhúsinu. Ég hallast helst að því að ég hafi hent haldinu, kannski um leið og ég fékk mér te, hafi laumað honum í ruslafötuna og svo út í sorpgeymslu með tepokanum. Ég er alveg lens en þetta er svo sem langt í frá fyrsta skipti sem föt sem ég á hverfa. Það hefur bara aldrei áður gerst að þau hverfi utan af mér.
Hugur minn fylgir þér djarfur og glaður
Áður en ég skrifa meira þá bendi ég á að Hannes Hafstein sjálfur notaði þetta orð, elska storm. Nú er oft bent á að það er vart við hæfi að segjast elska sól, blíðu, mat, lestur o.s.frv. Maðurinn elskar aðra mannveru ekki hluti og gjörðir.
Það er búið að vera aldeilis fínt veður og flestur gróður ber þess merki. Meira að segja írisarnir eru státnir og flottir, það er stutt í að þeir blómstri, allir 18 knúpparnir. Hortensían er farin að sýna blóm, eitt og eitt hvítt. Sú færeyska er um 50 cm há og alsett knúppum. Ég læddist og keypti mér dahlíu og setti út við glervegg því laukarnir eru búnir að syngja sitt síðasta. Anemónurnar ætla að blómstra tvisvar og njóta sín vel í skugganum við hlið tveggja brúska. Matlaukur í keri þýtur upp og ég fæ vatn í munninn við að hugsa um nýjan lauk og nýjar kartöflur með rósmarin og blóðbergi úr eigin garði. Vorlaukurinn sem Palla færði mér verður þokkalegur, alveg ágætur.
Flestir hafa heyrt af því að föt minnki í þvotti og í skápum. Svona eins og þvottur og geymsla hafi þau áhrif. Ég get vart kvartað undan því. Ég veit að ég stækka sífellt en brókin ekki. Ég glími við annað vandamál. Ég hreint og beint týni spjörunum, eiginlega utan af mér. Á mánudag man ég eftir mér í sólbaði og ég var í brjóstahaldara. Ég man líka að ég ákvað að vera í honum frekar en bikini því ég get ekki fest það sjálf. Svo hef ég farið úr haldinu. Nú finn ég það hvergi. Ég er búin að búa um rúmið, taka saman sólbaðsdótið, skipta um á rúminu, fara í gegnum skúffur og hillur í fataskáp og inn á baðherbergi. Til öryggis athugaði ég flesta skápa í eldhúsinu. Ég hallast helst að því að ég hafi hent haldinu, kannski um leið og ég fékk mér te, hafi laumað honum í ruslafötuna og svo út í sorpgeymslu með tepokanum. Ég er alveg lens en þetta er svo sem langt í frá fyrsta skipti sem föt sem ég á hverfa. Það hefur bara aldrei áður gerst að þau hverfi utan af mér.
Hugur minn fylgir þér djarfur og glaður
0 Comments:
Post a Comment
<< Home