Að loknu ættarmóti
Dagana 22. til 24. júní hittust afkomendur föðurafa míns og ömmu að Þingborg. Fyrirvarinn var langur, boðað var til mótsins fyrir tveimur árum, staður og stund gefinn upp. Svo var að bíða, undirbúa og þreyja þorrann og góuna.Síðastliðið haust var ég ákveðin í að vera tvær nætur, hef ávallt verið á laugardegi og farið heim að loknum kvöldverði. Nú ætlaði ég að vera í tjaldi/tjaldvagni/hjólhýsi/fellihýsi eða bara hverju sem var. Tjaldvagn fékkst að láni hjá Rafiðnaðarsambandinu. Við Sigmundur fórum austur að Þingborg að morgni föstudags, vorum komin um níu, völdum okkur stað og svo var farið að reisa. Líklega var gott að við vorum tvö ein því við náðum ágætri þjálfun í þolinmæði og hlátri. Okkur gekk ekkert að láta tjaldvagninn tolla uppi. Þar að auki var hann með þeim annmörkum að fyrir báðum hliðum var stöng sem þveraði dyr þær sem fortjald var fest á. Ég þvertók að ganga um þær, það væri ekki bjóðandi að verða að bogra í hvert sinn sem ég ætlaði inn í svefnrýmið, og þar sem Barði ætlaði að vera með mér í vagninum þá hafði ég hann auðvitað í huga. Sigmundur var viss, þetta væri svona í öllum tjaldvögnum. (Þið hljótið að gera ykkur grein fyrir að við erum byrjendur í faginu). Eftir mikla mæðu, mörg símtöl og þökk sé nýjustu tækni, myndsendingum, þá kom í ljós að stöngin sem þveraði dyrnar átti að vera efst í vagninu og þá var líka allt eins og það átti að vera.
Til Reykjavíkur komum við brosmild og létt. Svo fór Sigmundur að útbúa veiðiferð og ég að pakka fyrir helgina. Austur fór ég aftur þegar Barði var búin að vinna.
Við vorum svo heppin að okkur sópaðist ágætis sambýlungar. Palla, Olga, Eiki og Benni Axels. Allir hinir voru á öðru svæði, þó á Þingborg. Það var heitt, sólríkt og lygnt. Við komum flest rauð og sælleg heim aftur, sum rám og aðrir skakkir. Það liggur við að óþreyjan sé svo mikil að ég sé farin að bíða eftir næsta móti.
Jæja, garðurinn er í blóma. Hortensían er falleg, beykið afburða flott. Anemónurnar eru að ljúka fegursta tímanum. Írisinn er vænlegur. Fucshian er flott og sú færeyska er svo girnileg, að vísu sé ég enga knúppa en þeir koma. Matlaukurinn er afar státinn, vorlaukurinn er þokkalegur og hugsanlega verður eitthvað úr sólblómunum sem ég sáði. Þá verður gaman að sjá hvort það koma ber á kirtilrifsið, ég ætla að prófa að búa til sultu úr því. Ummmm, ber. Ég er farin að láta mig dreyma um bláber, krækiber og annað góðgæti.
Til Reykjavíkur komum við brosmild og létt. Svo fór Sigmundur að útbúa veiðiferð og ég að pakka fyrir helgina. Austur fór ég aftur þegar Barði var búin að vinna.
Við vorum svo heppin að okkur sópaðist ágætis sambýlungar. Palla, Olga, Eiki og Benni Axels. Allir hinir voru á öðru svæði, þó á Þingborg. Það var heitt, sólríkt og lygnt. Við komum flest rauð og sælleg heim aftur, sum rám og aðrir skakkir. Það liggur við að óþreyjan sé svo mikil að ég sé farin að bíða eftir næsta móti.
Jæja, garðurinn er í blóma. Hortensían er falleg, beykið afburða flott. Anemónurnar eru að ljúka fegursta tímanum. Írisinn er vænlegur. Fucshian er flott og sú færeyska er svo girnileg, að vísu sé ég enga knúppa en þeir koma. Matlaukurinn er afar státinn, vorlaukurinn er þokkalegur og hugsanlega verður eitthvað úr sólblómunum sem ég sáði. Þá verður gaman að sjá hvort það koma ber á kirtilrifsið, ég ætla að prófa að búa til sultu úr því. Ummmm, ber. Ég er farin að láta mig dreyma um bláber, krækiber og annað góðgæti.
1 Comments:
Fínasta ættarmót !
Post a Comment
<< Home