My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Wednesday, July 25, 2012

Berst á hæl og hnakka

Það er stundum skrítið hve erfitt er að finna út úr sjálfsögðum hlutum.
Nú reyni ég mitt besta til að muna hvað það er að berjast í bökkum og hitt að berjast á hæl og hnakka. Hvorugt er gott, held að þegar ég berjist á hæl og hnakka þá geri ég meira en mitt besta til að losna úr þeirri stöðu sem ég er í.  Svo þegar ég berst í bökkum, þá er ég blönk, eignalaus, allslaus. Kannski er þetta misminni hjá mér. Kannski er ég bara enn einu sinni á villigötum og búin að gera mér mitt eigið myndmál.
Get ég kannski barist um á hæl og hnakka til að losna við að berjast í bökkum?
Nú er Ofanleitið alveg að verða til. Rétt eftir að þrífa gólfin og gluggana. Það er alveg ferlegt hvernig Sigmundur málar, hann lætur ekkert á gólfin og svo fer málning út um allt. Hreint og beint veðst út.
Einhvern tíma set ég myndir inn af garðinum fyrir og eftir tiltekt.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home