Skipt um heimili
Um helgina prófuðum við Simmi hluta þess að skipta um heimili. Við skiptum við franska fjölskyldu, hún var í íbúðinni okkar og við vorum á meðan í Ofanleiti. Lágum á vindsæng og borðuðum úti.
Við lærðum nokkuð af þessu. Til dæmis er Simmi hrifinn af því að ég þríf vel undan og eftir. Við þurfum að hafa leiðbeiningar um heimilið, það sem okkur finnst sjálfsagt er vandfundið þegar aðrir leita. Það er skemmtilegt að segja frá heimilinu, hvaða myndir eru á veggjum, hvernig við erum í raun. Svo þurfum við að útbúa leiðbeiningar fyrir þvottahúsið.
Þar sem við vorum í útilegu fórum við í bíó, höfum ekki farið lengi, lengi. Mig minnir að mynd sem við fórum á áður var þessi með bláa dýrinu, í þrívídd og gerðist út í geimnum. Alveg rétt, myndin sem við fórum á er frönsk, eitthvað um þá ósnertanlegu (untouchable) ef ég man rétt. Góð mynd, góður húmor, ágæt tónlist. Hún væri skelfileg ef hún væri bandarísk. Stundum var óþægilegt að sjá hvað allt var sjálfsagt í getu og möguleikum því peningar skiptu ekki máli.
Nú erum við að hugsa, hrm og humm. Væri ásættanlegt að athuga hvort einhver á Norður-Jótlandi hefði áhuga á skiptum? Eigum við að einbeita okkur að Frakklandi og ná tveimur til þremur vikum næsta sumar/haust/vor? Værum við góð í að skipta yfir helgar. Svo er náttúrulega sá möguleiki að hætta og vera heima. Vera alltaf á hóteli þegar farið er út fyrir landsteinana.
Skrifin á undan þessu voru með heitið tak hrm, hrm og eitthvað meira.
Ég fékk athugasemd við það, einhver sem vildi láta mig birta langa runu af spurningamerkjum, upphrópunar merkjum og fleiru. Þeir sem lesa skrif mín eru flestir í Rússlandi, svo er Suður-Kórea.
Við lærðum nokkuð af þessu. Til dæmis er Simmi hrifinn af því að ég þríf vel undan og eftir. Við þurfum að hafa leiðbeiningar um heimilið, það sem okkur finnst sjálfsagt er vandfundið þegar aðrir leita. Það er skemmtilegt að segja frá heimilinu, hvaða myndir eru á veggjum, hvernig við erum í raun. Svo þurfum við að útbúa leiðbeiningar fyrir þvottahúsið.
Þar sem við vorum í útilegu fórum við í bíó, höfum ekki farið lengi, lengi. Mig minnir að mynd sem við fórum á áður var þessi með bláa dýrinu, í þrívídd og gerðist út í geimnum. Alveg rétt, myndin sem við fórum á er frönsk, eitthvað um þá ósnertanlegu (untouchable) ef ég man rétt. Góð mynd, góður húmor, ágæt tónlist. Hún væri skelfileg ef hún væri bandarísk. Stundum var óþægilegt að sjá hvað allt var sjálfsagt í getu og möguleikum því peningar skiptu ekki máli.
Nú erum við að hugsa, hrm og humm. Væri ásættanlegt að athuga hvort einhver á Norður-Jótlandi hefði áhuga á skiptum? Eigum við að einbeita okkur að Frakklandi og ná tveimur til þremur vikum næsta sumar/haust/vor? Værum við góð í að skipta yfir helgar. Svo er náttúrulega sá möguleiki að hætta og vera heima. Vera alltaf á hóteli þegar farið er út fyrir landsteinana.
Skrifin á undan þessu voru með heitið tak hrm, hrm og eitthvað meira.
Ég fékk athugasemd við það, einhver sem vildi láta mig birta langa runu af spurningamerkjum, upphrópunar merkjum og fleiru. Þeir sem lesa skrif mín eru flestir í Rússlandi, svo er Suður-Kórea.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home