My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Friday, August 10, 2012

Óhapp

Á nær hverjum degi er okkur sagt frá óförum annarra. Allskonar óhöppum sem hendir fólk á öllum aldri. Svo erum við vöruð við, þið getið meitt ykkur á þessu, sumt er við hæfi eldri barna. Sum efni eru skaðleg. Sumir limlesast  á meðan aðrir fara sér að voða.
Við heyrum af áföllum, óhöppum, óláni, skakkaföllum, slysförum, stórmeiðslum, voðaverkum.
Er þetta rétt? Nei, okkur eru sagðar fregnir af slysi, fólk slasast. Meira að segja ung börn slasast þegar þau eru með leikföng sem eru gerð fyrir þau sem eldri eru.

Slys og slasast. Slasast og slys. Þetta virðast vera einu orðin sem til eru. Hvers vegna þarf að segja, kona slasaðist á hendi í slysi sem hún lenti í er hún velti bíl?
Réttara væri að kona meiddist á hendi er bíll sem hún var í valt.

Þetta með bílinn sem konan velti tók ég beint upp úr fréttum. Sagt var frá þremur útlendingum sem höfðu velt bíl. Ég trúi að bílaleigan sé lítið sátt. Hvers konar uppátæki er það að velta bíl sem aðrir eiga?

Ég streða enn við skrefin tíu þúsund. Ég er búin að átta mig á því að það er gott að vera komin með þrjú þúsund skref þegar ég mæti í vinnu, því næ ég með að ganga langleiðina. Það er einnig komið á hreint að það eru fimm hundruð skref milli Neðsta og stoppistöðvar við Verzló. Það eru rúmlega tvö þúsund skref frá Grensás og heim ef ég fer inn í Leitin. Þá er það að ganga, vera sátt við að ná níu þúsund. Það er komið kapp í mig. Eins gott því ég sofnaði þegar ég fór í klippingu í morgun :)  Svo skrítið sem það er þá finn ég mun á fötum eftir að ég fór að safna skrefum. Ég syndi enn, borða vel og það sem mér þykir gott og fötin passa betur. Þetta verður bara gaman. Líklega fer ég að passa í eitthvað af buxum sem ég á.  Nú þegar hef ég hætt að nota einar sem voru orðnar ansi víðar. Ég bíð spennt eftir að aðrar renni sjálfar niður og þá hlýtur að vera lag að skoða hvað passar af því sem fyllir skápa.
Palla, ég á nóg af fötum sem eru alltof stór á þig en of lítil á mig.
Nú ætla ég að verðlauna mig með áfanga. Mig langar í skvísulegan sundbol, til að vera í þegar ég fer í sumarbústað og svoleiðis. Mig langar í skó/sokka til að vera í þegar ég fer í sund. Mig langar í ný sundgleraugu, helst stór (lík skíðagleraugum), mig langar í skæslegan bakpoka, mig langar í aðra sundhettu. Mig langar í stígvél, mig langar í nýja sandala, mig langar í gönguskó. Allt þetta verða viðurkenningar fyrir að ná áfanga.


0 Comments:

Post a Comment

<< Home