My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Thursday, August 09, 2012

Hópar

Í kvöld hlustaði ég upphaf útvarpsþáttar sem Soffía Auður Birgisdóttir og fleiri voru með, efnið var samkynhneigð í bókmenntum. Ég hélt að þeir sem kynntir voru til leiks væru með sæmilega málvitund.
Hópar innihéldu, það var allsendis ófært að segja -í hópnum voru-
Svo var sagt frá sálarkreppu samkynhneigðra karla, hvað þeir höfðu kvalist eftir að Oscar Wilde var nær hálshöggvinn. Ekkert minnst á samkynhneigðar konur. Í upphafi þáttarins var stuttlega sagt frá kynlífshegðun Grikkja til forna. Að þar hefði verið sjálfsagt að njóta ásta og kynlífs með hverjum þeim sem þér sýndist svo lengi sem hann var neðar þér í virðingarstiganum (talið upp ungmenni, þrælar, konur). Það var engin tilraun gerð til að skýra að það er langt í frá samansem merki milli ástar og kynlífs. Það var engin tilraun gerð til að skýra að það samfélag sem við búum í aðhyllist ekki slíkt.
Mér þykir mikilvægt að halda því á lofti því annars fer allskonar undirokun og kúgun að blómstra. Þá verður vændi siður sem við vildum gjarnan fá.

Ég skrifaði hálshöggvinn þegar ég er með í huga að taka hausinn af einhverjum. Mér finnst afhausaður óíslenskulegt og eiginlega bein þýðing á decapiated sem er m.a. notað þegar konungi/fursta er steypt af stóli. Líklega var oft hoggið á háls í kjölfarið.

Nú er suðvestanátt, rigning og vindur, gróður lemst til og frá, ánamaðkar koma á yfirborðið, sniglar njóta sín til fulls. Lóan er farin að hópa sig á túninu við útvarpshúsið. Kópavogskirkja er lýst upp. Mig langaði að prófa að taka myndir en lét það vera, Kannski geri ég það að ári. Ég er óviss með hvort birta sé næg að kvöldi.

Við erum að verða búin með Ofanleiti. Eftir að þrífa gluggana í stofunni, strjúka af rimlagardínum og setja upp, þrífa parkettið og hluta af baðherbergi. Þá á Simmi eftir að setja upp ljós í stofu og eitthvað smádúllerí. Auðvitað er eftir að losa geymsluna og strjúka af hillum og gólfi. Þar verður hvorki þrifið né málað.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home