Rökkur
Daginn styttir óðum. Nú er dimmt þegar ég fer á fætur en bjart þegar ég rölti í vinnuna. Það er bjart þegar ég hætti að vinna og flott að vera í sundi í ljósaskiptum. Aftur á móti er orðið dimmt þegar ég kem mér heim. Ég er svo heppin að Simmi nær oft í mig þannig að ég þarf sjaldan að ganga alla leið heim. Í mörg ár hef ég haft þann vana að vera með endurskinsmerki þegar vetrar. Helst aldrei færri en tvö í hverri yfirhöfn. Simmi segir að ég sé eins og jólatré. Í kvöld gekk ég heim. Það getur verið að ég sé eins og yfirstórt jólatré en bílstjórar taka í það minnsta eftir mér. Nú þurfti ég aldrei, endurtek aldrei, að bíða á gangstéttarbrún. Það var tekið tillit til og bílar stöðvaðir eiginlega áður en ég kom að gatnamótum. Mér er sama þó ég veki eftirtekt. Ég er búin að læra það að ég kemst illa í gegnum lífið án þess að eftir sé tekið. Meira að segja þegar ég ætla að fara með veggjum, renna saman við veggfóðrið, þá er tekið eftir mér.
Það er svo unaðslegt veður. Dag eftir dag. Logn, bjart, þurrt og yndislegt. Hvað er hægt að biðja um meira. Í morgun þegar ég kom í vinnuna, eftir að hafa gengið að heiman, var ég svo fegin að það væri langt síðan rigndi og það virðist langt í rigningu. Í það minnsta í huga mínum. Mér þykir svo sem lítið að rigningu. Ég er alveg eins úti þó rigni. Það er bara svo mikið þægilegra þegar það er þurrt. Þá get ég nefnilega málað mig áður en ég fer að heiman. Þegar rignir þá rennur svo mikið í burtu eða ég þurrka málninguna af þegar inn er komið. Ég hef nefnilega lítið álit á vatnsheldu dóti og það hefur illa lukkast að koma þurr inn þegar rignir.
Í dag fór ég í Reykjanesbæ. Skutlaðist eftir Brautinni með Þorláki. Sá Vogana, sá Ströndina. Fór á hvorugan staðinn. Geri það á morgun. Geri það um leið og ég fagna með þeim sem þar búa að nú eru 140 ár síðan skólastarf hófst á Ströndinni. Það eru fáar byggðir sem geta státað af því, eitthundrað og fjörutíu ára samfelldu skólahaldi.
Ég var 35 mínútur í vinnuna í morgun. Ég var 25 mínútur heim frá Laugardalslaug núna seinnipartinn. Ég synti kílómeter. Hefði viljað synda fleiri metra en þrekið var búið. Átti enda eftir að taka við þvotti en Simmi setti í vélarnar áður en hann fór á fund.
Það er svo unaðslegt veður. Dag eftir dag. Logn, bjart, þurrt og yndislegt. Hvað er hægt að biðja um meira. Í morgun þegar ég kom í vinnuna, eftir að hafa gengið að heiman, var ég svo fegin að það væri langt síðan rigndi og það virðist langt í rigningu. Í það minnsta í huga mínum. Mér þykir svo sem lítið að rigningu. Ég er alveg eins úti þó rigni. Það er bara svo mikið þægilegra þegar það er þurrt. Þá get ég nefnilega málað mig áður en ég fer að heiman. Þegar rignir þá rennur svo mikið í burtu eða ég þurrka málninguna af þegar inn er komið. Ég hef nefnilega lítið álit á vatnsheldu dóti og það hefur illa lukkast að koma þurr inn þegar rignir.
Í dag fór ég í Reykjanesbæ. Skutlaðist eftir Brautinni með Þorláki. Sá Vogana, sá Ströndina. Fór á hvorugan staðinn. Geri það á morgun. Geri það um leið og ég fagna með þeim sem þar búa að nú eru 140 ár síðan skólastarf hófst á Ströndinni. Það eru fáar byggðir sem geta státað af því, eitthundrað og fjörutíu ára samfelldu skólahaldi.
Ég var 35 mínútur í vinnuna í morgun. Ég var 25 mínútur heim frá Laugardalslaug núna seinnipartinn. Ég synti kílómeter. Hefði viljað synda fleiri metra en þrekið var búið. Átti enda eftir að taka við þvotti en Simmi setti í vélarnar áður en hann fór á fund.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home