Eitthvað nýtt
Það vetrar. Dagskrá útvarpsins ber þess öll merki.
Ég heyri sagt frá myndlistarsýningu. Sýningu þar sem verkin verða til án þess að listamaðurinn geti haft mikil áhrif því efnið tekur yfirhöndina eða fær að breytast eins og því er eðlilegt.
Sagt frá silfri sem fellur á, það verk verður seint endanlegt.
Sagt frá mynd sem er í raun sprungurnar í olíumálningunni.
Þetta er víst minimalismi í reynd. Jaaaaaaa, ég þekki marga sem skapa slík listaverk á degi hverjum, hverju ári. Án þess að vera hampað sem listamönnum enda hafa þeir lítið sem ekkert lært til þess.
Fyrr í dag heyrði ég þátt um mat. Ég segi heyrði því ég nennti ekki að hlusta. Það var mikið hlegið, pískrað og ískrað. Viðfangsefnið var gamlar matreiðslubækur og uppskriftir. Þeir sem töluðu voru þáttagerðarmaður og sagnfræðingur. Líklega hafa báðir gaman að mat en hvílíkir fordómar sem birtust í pískrinu og ískrinu.
Þar áður gaf ég þáttagerðarkonu, sem ég er búin að gleyma nafninu á, séns, loka. Hún hefur lengi verið með þætti þar sem hún röltir um Reykjavík og segir frá ýmsu, oft með gott fólk með sér. Ég hef hlustað í raun á marga þætti. Svo í sumar fór hún út úr Reykjavík, austur fyrir fjall. Þá missti ég álit á henni og hef lítið hlustað síðan. Hún er svo montin og ánægð með að vera Reykvíkingur. Það var dapurlegt að heyra hvernig hún talaði þegar hún var utan borgarmarkanna.
Í dag fór hún um Þingholtin, líklega Fjólugötu. Þar kom montið, snobbið og allt það skýrt í ljós. Alveg rétt, það er Lísa Pálsdóttir sem ég hef misst álit á.
OK, ok, ég hef verið heima í þrjá daga og engan talað við nema Sigmund á kvöldin. Ég hef verið með höfuðverk, ógleði og hita. Ég veit að þá er ég vandlátari á það sem kemur að augum og eyrum.
Ergo, niðurstaða dagsins er, það er fátt nýtt undir sólinni. Það er fátt sem rúmast utan þess að vera list.
Mig vantar þætti með Poirot og Marple.
Ég heyri sagt frá myndlistarsýningu. Sýningu þar sem verkin verða til án þess að listamaðurinn geti haft mikil áhrif því efnið tekur yfirhöndina eða fær að breytast eins og því er eðlilegt.
Sagt frá silfri sem fellur á, það verk verður seint endanlegt.
Sagt frá mynd sem er í raun sprungurnar í olíumálningunni.
Þetta er víst minimalismi í reynd. Jaaaaaaa, ég þekki marga sem skapa slík listaverk á degi hverjum, hverju ári. Án þess að vera hampað sem listamönnum enda hafa þeir lítið sem ekkert lært til þess.
Fyrr í dag heyrði ég þátt um mat. Ég segi heyrði því ég nennti ekki að hlusta. Það var mikið hlegið, pískrað og ískrað. Viðfangsefnið var gamlar matreiðslubækur og uppskriftir. Þeir sem töluðu voru þáttagerðarmaður og sagnfræðingur. Líklega hafa báðir gaman að mat en hvílíkir fordómar sem birtust í pískrinu og ískrinu.
Þar áður gaf ég þáttagerðarkonu, sem ég er búin að gleyma nafninu á, séns, loka. Hún hefur lengi verið með þætti þar sem hún röltir um Reykjavík og segir frá ýmsu, oft með gott fólk með sér. Ég hef hlustað í raun á marga þætti. Svo í sumar fór hún út úr Reykjavík, austur fyrir fjall. Þá missti ég álit á henni og hef lítið hlustað síðan. Hún er svo montin og ánægð með að vera Reykvíkingur. Það var dapurlegt að heyra hvernig hún talaði þegar hún var utan borgarmarkanna.
Í dag fór hún um Þingholtin, líklega Fjólugötu. Þar kom montið, snobbið og allt það skýrt í ljós. Alveg rétt, það er Lísa Pálsdóttir sem ég hef misst álit á.
OK, ok, ég hef verið heima í þrjá daga og engan talað við nema Sigmund á kvöldin. Ég hef verið með höfuðverk, ógleði og hita. Ég veit að þá er ég vandlátari á það sem kemur að augum og eyrum.
Ergo, niðurstaða dagsins er, það er fátt nýtt undir sólinni. Það er fátt sem rúmast utan þess að vera list.
Mig vantar þætti með Poirot og Marple.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home