My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Tuesday, January 07, 2014

Nýtt ár

Hverju ári fylgja ný fyrirheit og ný tækifæri.
Árið 2014 er í engu ölíkt fyrri árum hvað það varðar. Nú í byrjun janúar hef ég litið yfir framboð af námskeiðum. Mig langar að læra örlítið í frönsku, nóg til að segja að ég kunni enga frönsku og skilji eiginlega ekkert en ég sé góð í íslensku og dönsku. Biðja um hjálp með því móti. Þær námskeiðslýsingar sem ég hef séð segja allar að farið verði í undirstöðuatriði málfræði, það langar mig ekkert til að gera. Ég veit að með málfræði að vopni þá næ ég ekki því sem ég ætla mér, að vera kurteis en kunna enga frönsku.
Þá tók ég þýskuna fyrir. Hana er hægt að læra á ensku út í endurmenntun HÍ. Því nenni ég ekki. Svo fann ég námskeið í talaðri þýsku, en fyrir það þyrfti að vera búið að taka þýsku I og II. Ég skráði mig í þýsku II, nenni ekki að rifja undirstöðuna upp, ég get gert það hér heima, rennt yfir málfræðina og svoleiðis.
Ef þið spyrjið ykkur hvers vegna ég er að hugleiða tungumálin þá er svarið að við Sigmundur höfum ferðast nokkuð um vestanverða Evrópu og ætlum að halda því áfram. Þá þarf að kunna kurteisi í frönsku og allt í lagi að rifja þýskuna upp, ég var orðin nokkuð góð í henni þegar IRCið var upp á sitt besta.

Fyrir nokkrum árum kom Sigmundur heim með kökubox handa mér, innpakkað og fínt. Ég er reglulega skotin í því. Í desember kom hann með jólasveina sem eru svo fínir.


0 Comments:

Post a Comment

<< Home