My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Wednesday, May 15, 2013

Breyttur smekkur, þroski eða aldur?

Breytist smekkur með aldrinum einum saman? Getur verið að smekkur þroskist? Ég velti ýmsu fyrir mér, til dæmis því hvers vegna mér finnst Guðrún Á. Símonar góð söngkona, eiginlega með þeim betri sem ég hef heyrt. Ég man, þegar ég var barn, hve mig hryllti við þegar rödd hennar heyrðist í útvarpi og þegar hún sást í sjónvarpi, vá, það var nóg til að gera mann fráhverfan sígildri tónlist um aldur og ævi.
Nú er spurning hvort aldurinn hafi náð mér og ég muni una mér við Guðrúnu Á. og fleiri raddir líkar henni ævi mína á enda.
Einhver gæti sagt að ég hafi þroskast. Frá hverju þroskaðist ég og í hvað? Gæti þetta verið merki um hrörnun?
Vorið læðist að. Það er hlýtt dag eftir dag, hlýrra en í apríl. Nú blómstrar kirsið en töfratréð ætlar að þráast við í ár eins og undanfarin ár. Ætli ég verði ekki að pota eggjaskurn niður með stofninum í sumar, það vill kalkríkan jarðveg og ég hef grun um að lóðin sé frekar súr. Ég er nokkuð viss um það. Hvaða della er það líka að setja runna sem vill kalk í pínulítill blett þar sem öllu ægir saman.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home