Maí 2013
Nú er langt síðan ég hef bloggað. Eiginlega er snjáldurskinnan alveg búin að taka yfir en þó fullnægir hún ekki skrifþörf minni svo innra með mér hleðst upp efni sem gaman væri að viðra.
Ég ætlaði nú áðan að finna mynd af okkur Sigmundi, við eigum enga af okkur saman nema þá með hópi fólks. Það er varla til mynd af mér, nokkrar af honum því honum bregður fyrir öðru hvoru þegar ég tek myndir. Þar sem okkur vantar mynd þá þarf að kalla til hirðljósmyndara vorn, sá býr á Rauðalæk. Vonandi á hann leið hjá í vikunni.
Það sem helst er að frétta nú er að við förum til Belgíu í sumar. Skiptum á húsnæði við hjón. Það gekk seint að finna einhvern sem gæti skipt við okkur. Fyrst var vandamálið að við áttum erfitt með að negla niður tíma, það voru svo margar veiðiferðir sem þurfti að taka tillit til. Svo vorum við orðin sammála við hjón á Ítalíu, alveg niður við strönd, sól og sumarylur lá í loftingu. Þá afþökkuðu þau. Svo leist okkur ágætlega á hjón í Hollandi, svo kom í ljós að þau voru með barn. Þá þurfti rúm, stól í eldhús og stól á hjól. Við gátum hugsað okkur að verða við þeim óskum. Eftir að við höfðum sagt að við myndum útbúa íbúðina á þann veg kom spurning um bíl, svo ítrekun, eftir það hreint og beint beiðni. Samt höfðum við tekið fram að við skiptum ekki bíl og að hér væri ekkert fyrir börn. Við afþökkuðum. Svo dældi ég fyrirspurnum út, nær því út um allan heim (ef Bandaríki Norður-Ameríku) eru undanskilin. Loksins fann ég hjón í Belgíu sem vildu gjarnan fara til Þýskalands, svona alveg eins og við. Við vildum einnig fara til Þýskalands ;)
Nú verðum við rétt við landamæri Frakklands og munum njóta lífsins. Sigmundur farinn að skoða landakort og ég að finna bækur um fyrri heimsstyrjöldina og Belgíu.
Ég ætlaði nú áðan að finna mynd af okkur Sigmundi, við eigum enga af okkur saman nema þá með hópi fólks. Það er varla til mynd af mér, nokkrar af honum því honum bregður fyrir öðru hvoru þegar ég tek myndir. Þar sem okkur vantar mynd þá þarf að kalla til hirðljósmyndara vorn, sá býr á Rauðalæk. Vonandi á hann leið hjá í vikunni.
Það sem helst er að frétta nú er að við förum til Belgíu í sumar. Skiptum á húsnæði við hjón. Það gekk seint að finna einhvern sem gæti skipt við okkur. Fyrst var vandamálið að við áttum erfitt með að negla niður tíma, það voru svo margar veiðiferðir sem þurfti að taka tillit til. Svo vorum við orðin sammála við hjón á Ítalíu, alveg niður við strönd, sól og sumarylur lá í loftingu. Þá afþökkuðu þau. Svo leist okkur ágætlega á hjón í Hollandi, svo kom í ljós að þau voru með barn. Þá þurfti rúm, stól í eldhús og stól á hjól. Við gátum hugsað okkur að verða við þeim óskum. Eftir að við höfðum sagt að við myndum útbúa íbúðina á þann veg kom spurning um bíl, svo ítrekun, eftir það hreint og beint beiðni. Samt höfðum við tekið fram að við skiptum ekki bíl og að hér væri ekkert fyrir börn. Við afþökkuðum. Svo dældi ég fyrirspurnum út, nær því út um allan heim (ef Bandaríki Norður-Ameríku) eru undanskilin. Loksins fann ég hjón í Belgíu sem vildu gjarnan fara til Þýskalands, svona alveg eins og við. Við vildum einnig fara til Þýskalands ;)
Nú verðum við rétt við landamæri Frakklands og munum njóta lífsins. Sigmundur farinn að skoða landakort og ég að finna bækur um fyrri heimsstyrjöldina og Belgíu.
Þessi er frá Apavatni, vorum þar í mars.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home