Tónlist
Undanfarið hef ég rifjað upp tónlist.
Fyrir jólin hlustaði ég á alla tónlist sem við eigum og tengd er jólum. Tók kerfisbundið, skildi engan disk eftir. Fyrstu daga á nýju ári tók ég mér frí, var í þögn nokkra daga. Nú hef ég aftur byrjað. Í gær fóru tvær plötur - í spilarann (auk disksins með úrvali Golden Gate kvartetsins sem er algert eyrnakonfekt). Fyrri platan var Tösedrengene, úrval frá ferli þeirra. Þá rifjaði ég upp fyrsta árið á Bifröst en Steinunn Kolbeins notaði tónlistina til að fá okkur til að vera í það minnsta jákvæð gagnvart einhverju. Eftir það fór diskur með Lis Sörensen í loftið, gott úrval danskrar tónlistar. Nú spila ég disk sem ber nafnið Selv en dråbe, gefinn út til styrktar flóttamönnum. Þá mundi ég eftir því þegar Barði var í Verzló og fékk danskan nema í heimsókn og fór einnig til Danmerkur.
Af því tilefni tók ég myndir af nánasta umhverfi.
Eitt sinn var Háskólinn í Reykjavík í þessu húsi, því með rauðu plötunum. Nú eru þar höfuðstöðvar Verkís og málaskólans Mímis. Vinstra megin við O2 er það sem eitt sinn var kallað Morgunblaðshöllin (eftir að blaðið fór úr Aðalstræti þar sem höllin var í raun). Nú eru umboðsmenn skuldara og barna þar auk Vinnumálastofnunar.
Hér sést Verzló hægramegin við O2. Fáir bílar á stæðinu enda er degi farið að halla.
Fyrir jólin hlustaði ég á alla tónlist sem við eigum og tengd er jólum. Tók kerfisbundið, skildi engan disk eftir. Fyrstu daga á nýju ári tók ég mér frí, var í þögn nokkra daga. Nú hef ég aftur byrjað. Í gær fóru tvær plötur - í spilarann (auk disksins með úrvali Golden Gate kvartetsins sem er algert eyrnakonfekt). Fyrri platan var Tösedrengene, úrval frá ferli þeirra. Þá rifjaði ég upp fyrsta árið á Bifröst en Steinunn Kolbeins notaði tónlistina til að fá okkur til að vera í það minnsta jákvæð gagnvart einhverju. Eftir það fór diskur með Lis Sörensen í loftið, gott úrval danskrar tónlistar. Nú spila ég disk sem ber nafnið Selv en dråbe, gefinn út til styrktar flóttamönnum. Þá mundi ég eftir því þegar Barði var í Verzló og fékk danskan nema í heimsókn og fór einnig til Danmerkur.
Af því tilefni tók ég myndir af nánasta umhverfi.
Eitt sinn var Háskólinn í Reykjavík í þessu húsi, því með rauðu plötunum. Nú eru þar höfuðstöðvar Verkís og málaskólans Mímis. Vinstra megin við O2 er það sem eitt sinn var kallað Morgunblaðshöllin (eftir að blaðið fór úr Aðalstræti þar sem höllin var í raun). Nú eru umboðsmenn skuldara og barna þar auk Vinnumálastofnunar.
Hér sést Verzló hægramegin við O2. Fáir bílar á stæðinu enda er degi farið að halla.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home