My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Friday, January 17, 2014

Föstudagur

Föstudagur og mér líður vel. Ég fæ Söndag á eftir og mun gleyma mér yfir honum og öllum hugmyndum sem ég fæ þegar ég fletti fallegu blaði.
Morgundagurinn verður ljúfur, langur laugardagur að mörgu leyti því Sigmundur ætlar að iðka fræði frá hádegi til kvölds.
Kannski æfi ég vöðva og teygi á sinum. Aldrei að vita hvað ég geri.

Það var fallegt að líta út um glugga, sást vel til fjalla allan hringinn. Veður er svo milt og kyrrt. Vonandi verður það svo áfram, þá er veturinn ljúfur. Eiginlega er vetur alltaf ljúfur. Þegar veður eru vond þá er viðkvæðið, það er gott að vetur er vetur og sumar sumar. Þegar vetur eru votir þá er sagt að það sé gott fyrir vatnsforðann. Þegar vetur eru þurrir þá eru allir kátir, nema þeir sem selja tæki og efni til hálkuvarna.

Áðan kættist ég því ég sá vel turn í Straumsvík.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home