My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Thursday, January 16, 2014

Við frostmark

Í dag er við það að vera þíða, nú er glerhált. Varla stætt á pörtum. Ég hætti mér út fyrir lóðina og rann til, hvort sem ég var á stétt eða grasi.
Ég hlakka til þess dags þegar ég get óhikað skeiðað um götur og torg.

Það gengur hægt að pakka jólunum. Nú eru þrír kassar hér uppi. Ég kem þeim ekki í geymsluna því hún er full af dóti sem þarf að færa til. Mikið vildi ég að það væri hægt að létta á henni svo ég get snúið mér þar að vild.

Skrítið, eins og það hefur verið undurgott veður undanfarna daga þá hef ég látið vera að flagga. Það hefur ekki skotist í huga mér, þó fer ég út á stétt nokkrum sinnum á dag, gef fuglum, anda að mér hreinu lofti og hirði rusl. Í dag fór fáninn upp, til að fagna því að við erum komin fram í miðjan janúar. Það verður bara bjartara hér eftir. Í gær var bjart fram undir sex, sólin var svo lengi og það var léttskýjað. Það er engin leið að kvarta þegar allt er á betri veg.


Í dag eru myndirnar tvær. Önnur til að fagna fána og hin svo ég muni eftir glerinu fyrir utan stétt.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home