My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Monday, January 13, 2014

Ný vika

Fór á stjá í morgun. Skelfilegt færi. Heppin að vera á bíl. Svona er ég lukkuleg, eiga bíl og geta valið hvort ég geng, nota strætó eða ek sjálf.

Í gær hlustaði ég á disk sem kirkjukórinn á Akranesi gaf út fyrir nokkrum árum. Nú er Tony Bennett allt í kring. Ég á nokkra diska með honum, átti eitt sinn nokkrar plötur. Hann syngur svipuð lög og oft þau sömu og Frank Sinatra en er langt í frá jafn góður.

Frá því fréttir í gær um að á Hrafnistu í Hafnarfirði væri gamalt fólk fest við rúm sín hef ég hugsað mitt. Í sömu frétt var einnig sagt að suma daga væri ekki hægt að koma öllum á fætur. Mér þykir verra að hugsa til þess að það sé möguleiki á því, þegar ég verð ósjálfbjarga að vera föst í rúmi allan sólarhringinn því það sé enginn sem getur hjálpað mér á fætur. Aftur á móti geri ég mér grein fyrir að það getur stundum verið nauðsynlegt að festa fólk við rúm þó er það aldrei gott afspurnar.


Þessi mynd er tekin á sama stað og sú sem birtist í gær. Það tók ótrúlega mikið upp seinnipartinn í gær og í morgun. Nú spáir frosti svo það verður glæra, ef ekki þornar.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home