Þíða
Nú er safndiskur Rod Stewart í spilaranum. Mörg flott lög með honum. Í gær spilaði ég einnig eitt af mínum uppáhalds Peter&Gordon, aðeins Count Basie og Tony Bennet og svo Regínu Ósk. Sá diskur fer afar sjaldan úr hulstrinu.
Í þíðunni brá ég mér í nudd og nálastungu. Hún Dagmar nær að halda mér nær einkennalausri af bólgu í herðum og hálsi og hún reynir hvað hún getur til að minnka doða í læri. Þar sem ég sat og beið eftir hennir, var aldrei þessu vant á fyrra fallinu, fletti ég Viku frá því sumarið 2013.
Þá rifjaðist upp fyrir mér að í vikunni var ég samferða svo flottri konu, í strætó. Fyrst biðum við saman á stoppistöð og svo spjölluðum við þann spöl sem við áttum samleið. Gríðarlega flott kona, á óræðum aldri. Skemmtileg að auki. Þar sem ég fletti Vikunni sá ég örugglega mynd af henni. Ég hlakka til að hitta hana aftur.
Mynd dagsins er af knúppum á jólarósinni, ég bíð spennt eftir að hún blómstri. Mér fundust þeir vel á veg komnir í nóvember, mér finnast þeir þrútnir núna í janúar. Það verður gleði þegar knúpparnir springa út.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home