My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Sunday, January 19, 2014

Milt veður

Enn er veður milt og stillt. Þó ýki ég lítið þó ég haldi fram að það taki hægt upp. Enn eru bunkar á götum og gangstéttum og þar sem lítið er farið um þá er ein og íshaf glampi í birtunni. Það sem af er ári hef ég verið ódugleg við að ganga. Hef þó mörg tækifæri til að feta þær brautir sem lítt eru hálar líkt og Laugavegurinn og Skólavörðustígurinn. Líklega er það vaninn einn sem heldur mér heima og letin.
Ég held áfram að leika tónlist, óflokkað úr safni heimilisins. Í dag tók ég fram kassa sem mig grunaði að geymdi ýmsa diska. Það var rétt hjá mér, þar leyndust einnig margir ómerktir diskar. Ég athuga hvernig tónlist er á þeim, eða myndir. Svei mér ef ég fann ekki útgáfu af Rómeó og Júlíu.
Ég tók mynd af fánanum, þar sést vel hve lognið er mikið og að það er enn bjart að verða fimm.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home