Marmelaði
Í dag er dagur marmelaðisins, þess gula. Ég hef ekki enn fundið þrusugóða uppskrift að sítrónusultu sem ég gerði nokkrum sinnum og át svo uppskriftina og varð ekki meint af.
Í júlí/ágúst 2013 fann ég svo uppskrift að gulu marmelaði og ákvað að prófa. Það er svona grautur alls þess gula, appelsína, sítróna, greip, aprikósur og ferskja, örlítið vatn og svo sykur. Í haust fór ég í einu og öllu eftir uppskrift, hugsaði ef ég geri hana aftur þá ætti að vera í lagi að breyta þessu og hinu.
Nú gerði ég aftur einn skammt, sleppti ferskjunni, hafði meira af aprikósum og lagði helminginn í bleyti yfir nótt og notaði vatnið af því í sultuna. Dró úr sykri, sem var nú ekki mikill en þurrkaðir ávextir eru lítið annað en sykur.
Aftur varð afraksturinn þrjár krukkur. Nú verður gaman að morgni laugardags. Almennileg heimatilbúin sulta með grófa brauðinu.
Enn hlusta ég á tónlist. Þar sem ég var nokkuð lengi bundin í eldhúsinu valdi ég að ljúka því af sem ég vildi síður hlusta á, setti því disk með Cream á og svo enn og aftur U2. Tónlist U2 er þannig að manni leiðist út í eitt.
Glæsilegt og gómsætt. Ég stilli mig og maula gulrófu, sem er kölluð appelsína norðursins.
Í júlí/ágúst 2013 fann ég svo uppskrift að gulu marmelaði og ákvað að prófa. Það er svona grautur alls þess gula, appelsína, sítróna, greip, aprikósur og ferskja, örlítið vatn og svo sykur. Í haust fór ég í einu og öllu eftir uppskrift, hugsaði ef ég geri hana aftur þá ætti að vera í lagi að breyta þessu og hinu.
Nú gerði ég aftur einn skammt, sleppti ferskjunni, hafði meira af aprikósum og lagði helminginn í bleyti yfir nótt og notaði vatnið af því í sultuna. Dró úr sykri, sem var nú ekki mikill en þurrkaðir ávextir eru lítið annað en sykur.
Aftur varð afraksturinn þrjár krukkur. Nú verður gaman að morgni laugardags. Almennileg heimatilbúin sulta með grófa brauðinu.
Enn hlusta ég á tónlist. Þar sem ég var nokkuð lengi bundin í eldhúsinu valdi ég að ljúka því af sem ég vildi síður hlusta á, setti því disk með Cream á og svo enn og aftur U2. Tónlist U2 er þannig að manni leiðist út í eitt.
Glæsilegt og gómsætt. Ég stilli mig og maula gulrófu, sem er kölluð appelsína norðursins.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home