My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Wednesday, January 29, 2014

Mjúkur dagur

Í dag er enn og aftur yndislegt veður. Ég lagði land undir fót, fór yfir Miklubraut og gekk um Safamýri og Álftamýri. Kom við í fiskbúð og keypti sporðstykki af þorsk. Skoðaði hrogn og lifur, það verður sko þannig í mat að kvöldi föstudags.

Hélt svo heim og byrjaði að spila diska úr kassa nr. tvö. Mér telst til að ég verði út júní að spila alla þá tónlist sem við eigum, að plötum ótöldum. Ótrúlegt að eiga svo marga diska og spila sjaldan eða aldrei.

Leita dyrum og dyngjum að bók sem ég hef átt lengi og lesið margoft. Hvar ert þú, Kristur nam staðar í Eboli?


0 Comments:

Post a Comment

<< Home