Árin
Í dag bakaði ég köku sem ég hef ekki bakað lengi (að vísu baka ég lítið svo það er ekkert skrítið þó sumar uppskriftir hvíli í ár eða meir). Kakan ber það virðulega heiti húsbóndaterta og er lítið annað en egg, sykur og döðlur, borðað með rjóma og banönum. Ég bakaði hana oft þegar ég átti heima hjá pabba og mömmu í Bláskógum og svo þegar ég bjó í Þorlákshöfn. Ég uppgötvaði í dag að ég hef ekki bakað hana síðan ég eignaðist hrærivél. Ég þurfti nefnilega aðeins að hugsa hvernig ég hefði gert þetta. Hrærivél kom á heimilið árið 1991 eða 1992, ég hallast að síðari ártalinu.
Þar sem ég hugsaði um þetta fékk ég mér te í krús. Krús sem Óli og Jette gáfu mér þegar ég varð fertug. Nú hef ég drukkið te úr krúsinni í 17 ár. Vonandi dugar hún í önnur 17 eða lengur því mér finnst hún afbragð annarra krúsa.
Þar sem ég hugsaði um þetta fékk ég mér te í krús. Krús sem Óli og Jette gáfu mér þegar ég varð fertug. Nú hef ég drukkið te úr krúsinni í 17 ár. Vonandi dugar hún í önnur 17 eða lengur því mér finnst hún afbragð annarra krúsa.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home