My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Monday, February 03, 2014

Nýr mánuður

Febrúar er genginn í garð. Við erum svo glöð hve það er bjart yfir. Má segja að við séum búin að gleyma hve það getur verið dimmt á þessum tíma árs. Njótum lífsins og horfum út í birtuna og förum í gönguskóna.

Porgy og Bess í apríl. Evíta í apríl. Leikrit eftir Kristínu Maríu í apríl. Við verðum útheyrð og afar séð að því loknu. Hitum upp í mars með Ragnheiði biskupsdóttur og Sætabrauðsdrengjunum.

Ég held áfram að hlusta á alla þá tónlist sem til er á heimilinu. Hélt um tíma að hér væri til diskur með hljómsveitinni Húm. Það reyndist vera diskurinn Húm með Gunnari Gunnarssyni, Tómasi R. Einarssyni og fleirum. Ég læt hann bíða þar til ég er búin með Rigoletto. Þá fer hann í spilarann áður en Káta ekkjan og Brosandi land eftir Lehár trylla mig.

Við eigum einn disk með John Pizzarelli. Frábær tónlistarmaður. Ætti eiginlega að setja stefnuna á að eignast fleiri diska með honum, líkt og að ná í eins og einn með Geirmundi og annan með Frank Sinatra.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home