My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Thursday, February 06, 2014

GÆS

Það er vinsælt að taka GÆS á allt milli himins og jarðar. Þá þýðir GÆS get, ætla, skal.

Í vetur hef ég öðruhvoru tekið gæsina eða réttara sagt fóðrað hana. Í desember var oft ein gæs sem kom og fékk sér korn frá smáfuglunum, hún fúlsaði ekki heldur við brauðbita. Alltaf ein á ferð og ég gaf mér að það væri sama gæsin. Ég hélt að hún væri eitthvað vangæf því hún átti til að renna á rassinn en kannski er það bara vegna þess að það er óhægt að ganga á sundfitum á hálum hól. Svo hætti hún. gæsin, að láta sjá sig. Ég saknaði hennar svo sem lítið. Meira svona að ég hugsaði, það bætist lítið við skítnn þessa dagana sem urðu að vikum og rúmum mánuði.

Í dag mætti gæsin (ég er alveg viss um að það er gæsin mín). Ég gladdist, nú kemur meiri áburður. Hún vill lítið láta horfa á sig, varla með aðdráttarlinsu.

Snjótittlingarnir mega þó eiga það að þeim er sama þó ég möndli með linsu innan við glugga enda er ég langt frá þeim og lítið sýnileg fyrir ýmsu dóti sem er í kistunni. Ég svona læði linsunni á milli útvarps og lampa og gæti þess að hreyfa mig lítið.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home