My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Wednesday, February 19, 2014

Í vari

Nú er austan vindur, kaldur, þurr og lítið aðlaðandi að vera úti. Fréttir berast af miklu ryki í lofti.

Ég fór því niður í kjallara og byrjaði að skoða hvað er í geymslunni, ætla að létta á henni.

Við eigum margar töskur, allskonar, mjúkar, harðar, litlar, stórar, bakpoka, haldapoka o.s.frv.
Þá fann ég kassa með geisladiskum, eingöngu diskar. Ég þarf að skoða hvað er þar. Setja það sem ég hef engan áhuga á í endurvinnslu, koma því sem Barði á til hans og huga að því sem ég vil sjálf eiga, ef það er nokkuð.
Grisja hressilega í bókum. Það er nú meira hvað bækur safnast að. Þær eru heldur fleiri en töskurnar enda koma þar saman bækur nokkurra og einnig arfur. Hélt reyndar að ég hefði látið allar bækur sem komu frá Hólmfríði um árið. Ótrúlegt en það eru líklega tveir kassar með Theresu Charles og fleiru slíku í geymslunni. Það fær allt að fjúka.


0 Comments:

Post a Comment

<< Home