My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Tuesday, February 18, 2014

Líður að góu

Nú styttist í góu, ekki seinna vænna að ljúka jólunum því annars sannast danska máltækið að julen er til påske.

Í dag kláruðust seinustu hneturnar. Hér hafa verið hnetur á borðum frá því um mánaðamótin nóv/des þegar Sigmundur kom heim með sérvaldar valhnetur. Fyrsta flokks uppskera frá frönsku ölpunum, best fyrir mars 2015. Seinna bárust hér inn valhnetur sem seldar eru í búðum á Íslandi. Bandarískar, ekki sagt hvaða uppskera eða flokkun, bestar fyrir lok mars 2014.
Annað hvort verð ég að trúa því að þessar frönsku hafi verið sprautaðar og varðar til að þola geymslu til ársins 2015 eða að trúa því að bandarískar hnetur hafi skamman líftíma. Vart getur verið að hingað séu fluttar hnetur sem eru meira en ársgamlar, þ.e. frá því uppskera var.

Nú er einungis eftir að taka niður ljósin sem eru í birkinu. Við höfðum stefnt á að gera það um liðna helgi en vorum upptekin við annað, mest hreyfingu, félagslíf og át. Stefnum að því að taka þau niður um næstu helgi. Þá er myrkrið líka all mikið búið að lina tökin. Einungis mánuður í jafndægur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home