My Photo
Name:
Location: Reykjavík, Iceland

Monday, September 10, 2018

Mett

Að morgni laugardagsins lá ég í rúminu og naut þess.
Hlustaði fyrst á KK á reki um víðáttur tónlistarinnar.
Svo hlustaði ég á veðurlýsingu. Bolungarvík, Halla, Hólmavík, Andrea var þar, Nautabú - æ, ég vissi nú betur hvernig veðrið á Króknum var þegar lýsing kom frá Bergsstöðum. Svona rakti ég mig áfram með minningum og myndum. Raufarhöfn, Palla, Þórshöfn, Inga.
Svo hefur Höfn bæst við, Barði, auðvitað missi ég aldrei af Stjórnarsandi og ég heyri líka hvernig veðrið er á Hellu þó Olga vinni á Hvolsvelli.

Ég fann allt í einu að ég var mett. Södd og sæl. Ánægð.
Ánægð með að vera hér.
Ánægð með að vera búin að fara hringinn og finna út að ég vil vera hér, við hlið Simma.

Það er þægileg tilfinning að vera mett.Það er yndislegra en að vera búin að fá nóg.

Seinnipartinn fórum við Simmi í ferð um nýju hverfin í Mosfellsbæ. Hann var að gá hvernig botnplötur eru járnabundnar.
Sakleysinginn ég spurði.
Hvers vegna ferð þú ekki í Voga og athugar hvernig nýja byggðin þar er bundin?

Þó ég aki í Voga til að fara í gönguferð með hópi fólks þá finnst honum Mosfellsbær nær.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home